Bandaríkin hætta að styðja UNESCO 1. nóvember 2011 04:00 Viðbrögð sendifulltrúa Bandaríkjanna á þinginu þegar 107 ríki höfðu samþykkt aðild Palestínu gegn 14 mótatkvæðum. 52 ríki sátu hjá. fréttablaðið/AP Aðalráðstefna UNESCO samþykkti í gær fulla aðild Palestínu að stofnuninni. Aðildin markar þáttaskil í baráttu Palestínumanna fyrir sjálfstæðu ríki. Alþjóðasamfélagið í UNESCO viðurkennir nú Palestínumenn sem þjóð meðal þjóða. Ísland var eitt 107 ríkja sem greiddu aðild Palestínu atkvæði sitt, 14 ríki greiddu atkvæði gegn henni og 52 sátu hjá. Ekki ríkti eining meðal Evrópusambandsríkja og voru Norðurlöndin þríklofin í afstöðu sinni. Íslendingar, Norðmenn og Finnar sögðu já, Svíar sögðu nei og Danir sátu hjá. „Afstaða Dana og Svía kemur mér á óvart,“ segir Valdimar Tr. Hafstein, formaður íslensku UNESCO-nefndarinnar, sem var viðstaddur atkvæðagreiðsluna. „Svíar hafa lengi haldið málstað Palestínu á lofti.“ Spenna hefur legið í loftinu á aðalráðstefnunni frá því að hún hófst í byrjun síðustu viku. Mikil rekistefna var í salnum í gær. Fulltrúar ríkja ráðguðust hver við annan í hálfum hljóðum á göngunum, sendu textaskilaboð og hringdu mörg símtöl „heim í höfuðstaðinn“. Þegar fundarstjóri lýsti niðurstöðunni var dúndrandi lófatak í salnum og fundarmenn stóðu upp og buðu Palestínu velkomna í Unesco. Að lokinni atkvæðagreiðslunni sagði sendiherra Ísraels að með því að hleypa ríki sem ekki væri til inn í UNESCO hefðu aðildarríkin gengist vísindaskáldskapnum á hönd. Fulltrúi Bandaríkjanna lagði áherslu á að sjálfstæði Palestínu fengist ekki nema með friðarsamningum við Ísrael og að þessi ótímabæra atkvæðagreiðsla ynni gegn friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Fimmtán ára gömul bandarísk lög kveða á um að ríkisstjórninni sé óheimilt að greiða framlög til þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem Palestína sé fullgildur aðili að. Því mun ríkið hætta að veita fé til stofnunarinnar, en framlag Bandaríkjanna nemur 22 prósentum af heildarframlögum til UNESCO. Utanríkisráðherra Palestínu var snortinn eftir að atkvæði höfðu verið talin. Hann færði alþjóðasamfélaginu þakkir fyrir hönd þjóðar sinnar og fullvissaði þá sem ekki greiddu atkvæði með aðild Palestínu um að það yrði ekki erft. „Þetta var söguleg stund og stórt skref á vegferð Palestínumanna til sjálfstæðis. Það voru forréttindi að fá að taka þátt. Ísland léði Palestínu óskoraðan stuðning sem við getum verið stolt af,“ segir Valdimar. „Í dag barst arabíska vorið til Parísar.“steinunn@frettabladid.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Aðalráðstefna UNESCO samþykkti í gær fulla aðild Palestínu að stofnuninni. Aðildin markar þáttaskil í baráttu Palestínumanna fyrir sjálfstæðu ríki. Alþjóðasamfélagið í UNESCO viðurkennir nú Palestínumenn sem þjóð meðal þjóða. Ísland var eitt 107 ríkja sem greiddu aðild Palestínu atkvæði sitt, 14 ríki greiddu atkvæði gegn henni og 52 sátu hjá. Ekki ríkti eining meðal Evrópusambandsríkja og voru Norðurlöndin þríklofin í afstöðu sinni. Íslendingar, Norðmenn og Finnar sögðu já, Svíar sögðu nei og Danir sátu hjá. „Afstaða Dana og Svía kemur mér á óvart,“ segir Valdimar Tr. Hafstein, formaður íslensku UNESCO-nefndarinnar, sem var viðstaddur atkvæðagreiðsluna. „Svíar hafa lengi haldið málstað Palestínu á lofti.“ Spenna hefur legið í loftinu á aðalráðstefnunni frá því að hún hófst í byrjun síðustu viku. Mikil rekistefna var í salnum í gær. Fulltrúar ríkja ráðguðust hver við annan í hálfum hljóðum á göngunum, sendu textaskilaboð og hringdu mörg símtöl „heim í höfuðstaðinn“. Þegar fundarstjóri lýsti niðurstöðunni var dúndrandi lófatak í salnum og fundarmenn stóðu upp og buðu Palestínu velkomna í Unesco. Að lokinni atkvæðagreiðslunni sagði sendiherra Ísraels að með því að hleypa ríki sem ekki væri til inn í UNESCO hefðu aðildarríkin gengist vísindaskáldskapnum á hönd. Fulltrúi Bandaríkjanna lagði áherslu á að sjálfstæði Palestínu fengist ekki nema með friðarsamningum við Ísrael og að þessi ótímabæra atkvæðagreiðsla ynni gegn friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Fimmtán ára gömul bandarísk lög kveða á um að ríkisstjórninni sé óheimilt að greiða framlög til þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem Palestína sé fullgildur aðili að. Því mun ríkið hætta að veita fé til stofnunarinnar, en framlag Bandaríkjanna nemur 22 prósentum af heildarframlögum til UNESCO. Utanríkisráðherra Palestínu var snortinn eftir að atkvæði höfðu verið talin. Hann færði alþjóðasamfélaginu þakkir fyrir hönd þjóðar sinnar og fullvissaði þá sem ekki greiddu atkvæði með aðild Palestínu um að það yrði ekki erft. „Þetta var söguleg stund og stórt skref á vegferð Palestínumanna til sjálfstæðis. Það voru forréttindi að fá að taka þátt. Ísland léði Palestínu óskoraðan stuðning sem við getum verið stolt af,“ segir Valdimar. „Í dag barst arabíska vorið til Parísar.“steinunn@frettabladid.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira