Bandaríkin hætta að styðja UNESCO 1. nóvember 2011 04:00 Viðbrögð sendifulltrúa Bandaríkjanna á þinginu þegar 107 ríki höfðu samþykkt aðild Palestínu gegn 14 mótatkvæðum. 52 ríki sátu hjá. fréttablaðið/AP Aðalráðstefna UNESCO samþykkti í gær fulla aðild Palestínu að stofnuninni. Aðildin markar þáttaskil í baráttu Palestínumanna fyrir sjálfstæðu ríki. Alþjóðasamfélagið í UNESCO viðurkennir nú Palestínumenn sem þjóð meðal þjóða. Ísland var eitt 107 ríkja sem greiddu aðild Palestínu atkvæði sitt, 14 ríki greiddu atkvæði gegn henni og 52 sátu hjá. Ekki ríkti eining meðal Evrópusambandsríkja og voru Norðurlöndin þríklofin í afstöðu sinni. Íslendingar, Norðmenn og Finnar sögðu já, Svíar sögðu nei og Danir sátu hjá. „Afstaða Dana og Svía kemur mér á óvart,“ segir Valdimar Tr. Hafstein, formaður íslensku UNESCO-nefndarinnar, sem var viðstaddur atkvæðagreiðsluna. „Svíar hafa lengi haldið málstað Palestínu á lofti.“ Spenna hefur legið í loftinu á aðalráðstefnunni frá því að hún hófst í byrjun síðustu viku. Mikil rekistefna var í salnum í gær. Fulltrúar ríkja ráðguðust hver við annan í hálfum hljóðum á göngunum, sendu textaskilaboð og hringdu mörg símtöl „heim í höfuðstaðinn“. Þegar fundarstjóri lýsti niðurstöðunni var dúndrandi lófatak í salnum og fundarmenn stóðu upp og buðu Palestínu velkomna í Unesco. Að lokinni atkvæðagreiðslunni sagði sendiherra Ísraels að með því að hleypa ríki sem ekki væri til inn í UNESCO hefðu aðildarríkin gengist vísindaskáldskapnum á hönd. Fulltrúi Bandaríkjanna lagði áherslu á að sjálfstæði Palestínu fengist ekki nema með friðarsamningum við Ísrael og að þessi ótímabæra atkvæðagreiðsla ynni gegn friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Fimmtán ára gömul bandarísk lög kveða á um að ríkisstjórninni sé óheimilt að greiða framlög til þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem Palestína sé fullgildur aðili að. Því mun ríkið hætta að veita fé til stofnunarinnar, en framlag Bandaríkjanna nemur 22 prósentum af heildarframlögum til UNESCO. Utanríkisráðherra Palestínu var snortinn eftir að atkvæði höfðu verið talin. Hann færði alþjóðasamfélaginu þakkir fyrir hönd þjóðar sinnar og fullvissaði þá sem ekki greiddu atkvæði með aðild Palestínu um að það yrði ekki erft. „Þetta var söguleg stund og stórt skref á vegferð Palestínumanna til sjálfstæðis. Það voru forréttindi að fá að taka þátt. Ísland léði Palestínu óskoraðan stuðning sem við getum verið stolt af,“ segir Valdimar. „Í dag barst arabíska vorið til Parísar.“steinunn@frettabladid.is Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Aðalráðstefna UNESCO samþykkti í gær fulla aðild Palestínu að stofnuninni. Aðildin markar þáttaskil í baráttu Palestínumanna fyrir sjálfstæðu ríki. Alþjóðasamfélagið í UNESCO viðurkennir nú Palestínumenn sem þjóð meðal þjóða. Ísland var eitt 107 ríkja sem greiddu aðild Palestínu atkvæði sitt, 14 ríki greiddu atkvæði gegn henni og 52 sátu hjá. Ekki ríkti eining meðal Evrópusambandsríkja og voru Norðurlöndin þríklofin í afstöðu sinni. Íslendingar, Norðmenn og Finnar sögðu já, Svíar sögðu nei og Danir sátu hjá. „Afstaða Dana og Svía kemur mér á óvart,“ segir Valdimar Tr. Hafstein, formaður íslensku UNESCO-nefndarinnar, sem var viðstaddur atkvæðagreiðsluna. „Svíar hafa lengi haldið málstað Palestínu á lofti.“ Spenna hefur legið í loftinu á aðalráðstefnunni frá því að hún hófst í byrjun síðustu viku. Mikil rekistefna var í salnum í gær. Fulltrúar ríkja ráðguðust hver við annan í hálfum hljóðum á göngunum, sendu textaskilaboð og hringdu mörg símtöl „heim í höfuðstaðinn“. Þegar fundarstjóri lýsti niðurstöðunni var dúndrandi lófatak í salnum og fundarmenn stóðu upp og buðu Palestínu velkomna í Unesco. Að lokinni atkvæðagreiðslunni sagði sendiherra Ísraels að með því að hleypa ríki sem ekki væri til inn í UNESCO hefðu aðildarríkin gengist vísindaskáldskapnum á hönd. Fulltrúi Bandaríkjanna lagði áherslu á að sjálfstæði Palestínu fengist ekki nema með friðarsamningum við Ísrael og að þessi ótímabæra atkvæðagreiðsla ynni gegn friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Fimmtán ára gömul bandarísk lög kveða á um að ríkisstjórninni sé óheimilt að greiða framlög til þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem Palestína sé fullgildur aðili að. Því mun ríkið hætta að veita fé til stofnunarinnar, en framlag Bandaríkjanna nemur 22 prósentum af heildarframlögum til UNESCO. Utanríkisráðherra Palestínu var snortinn eftir að atkvæði höfðu verið talin. Hann færði alþjóðasamfélaginu þakkir fyrir hönd þjóðar sinnar og fullvissaði þá sem ekki greiddu atkvæði með aðild Palestínu um að það yrði ekki erft. „Þetta var söguleg stund og stórt skref á vegferð Palestínumanna til sjálfstæðis. Það voru forréttindi að fá að taka þátt. Ísland léði Palestínu óskoraðan stuðning sem við getum verið stolt af,“ segir Valdimar. „Í dag barst arabíska vorið til Parísar.“steinunn@frettabladid.is
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira