Meira en helmingur níu til tólf ára barna á Facebook 1. nóvember 2011 10:00 Facebook-notkun Íslendinga er með því mesta sem gerist í heimi. Yfir helmingur skandinavískra barna á aldrinum 9 til 12 ára notar samskiptavefinn, þar sem er 13 ára aldurstakmark.nordicphotos/getty Meira en helmingur barna á Norðurlöndum á aldrinum 9 til 12 ára notar samskiptasíður eins og Facebook, þar sem aldurstakmark notenda er 13 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfangsmikilli rannsókn á vegum Evrópusambandsins á internetnotkun barna. Ísland tók ekki þátt í rannsókninni, en hlutfall notkunar samskiptasíðna eins og Facebook hér á landi er með því hæsta sem gerist í heiminum. Kjartan Ólafsson, félagsfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, hefur unnið að rannsókninni síðastliðin tvö ár. Hann segir að við getum auðveldlega gefið okkur að hlutfall íslenskra barna sem noti Facebook sé yfir 50 prósentum. „Það er mjög stór hluti ungra krakka sem hefur aðgang að svona síðum og það er ekkert endilega slæmt,“ segir Kjartan. „Rannsóknin sýnir meðal annars fram á að þau nota þetta fyrst og fremst til að hafa samband við félaga sína, vini og fjölskyldu.“ Kjartan bendir þó á að í ljósi þess fjölda barna sem noti samskiptaformið beri stjórnendum síðnanna og þeirra fyrirtækja sem auglýsi þar skylda til að ganga úr skugga um að þar sé óhætt fyrir börn að vera. „Þeir þurfa að passa hvers konar upplýsingum þeir safna um notendur og hvernig aðrir setja sig í samband við börnin,“ segir hann. „Einnig þurfa fyrirtæki að íhuga hvernig þau nota sína markaðssetningu í ljósi þess að notendurnir eru líka börn og um þau gilda aðrar reglur.“ Rannsóknin, EU Kids Online, er viðamikil og snýr að internetnotkun barna í 25 Evrópulöndum á árunum 2006 til 2009. Um 25 þúsund börn á aldrinum 9 til 16 ára tóku þátt. Tilgangurinn var að kortleggja internetnotkun barna og komast að raun um hversu hátt hlutfall þeirra yrði fyrir skaðlegum áhrifum af því efni sem þau sæju, eins og klámi og einelti. Helstu niðurstöður sýna að um tólf prósent segjast hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum af einhverju sem þau sjái á netinu. Hafa ber í huga að hlutfallið er mun hærra ef spurt er hvort börnin hafi séð eitthvað klámfengið eða neikvætt, en flest láta það ekki á sig fá. „Það er nauðsynlegt fyrir foreldra að vera meðvitaðir um að börn eru dugleg á netinu og þau nýta sér að sjálfsögðu þá möguleika. Og það er jákvætt,“ segir Kjartan. „En þetta er hröð þróun og án þess að gera of mikið úr hættunum er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þeim neikvæðu þáttum sem geta fylgt netinu, eins og öllu öðru.“sunna@frettabladid.is Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Meira en helmingur barna á Norðurlöndum á aldrinum 9 til 12 ára notar samskiptasíður eins og Facebook, þar sem aldurstakmark notenda er 13 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfangsmikilli rannsókn á vegum Evrópusambandsins á internetnotkun barna. Ísland tók ekki þátt í rannsókninni, en hlutfall notkunar samskiptasíðna eins og Facebook hér á landi er með því hæsta sem gerist í heiminum. Kjartan Ólafsson, félagsfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, hefur unnið að rannsókninni síðastliðin tvö ár. Hann segir að við getum auðveldlega gefið okkur að hlutfall íslenskra barna sem noti Facebook sé yfir 50 prósentum. „Það er mjög stór hluti ungra krakka sem hefur aðgang að svona síðum og það er ekkert endilega slæmt,“ segir Kjartan. „Rannsóknin sýnir meðal annars fram á að þau nota þetta fyrst og fremst til að hafa samband við félaga sína, vini og fjölskyldu.“ Kjartan bendir þó á að í ljósi þess fjölda barna sem noti samskiptaformið beri stjórnendum síðnanna og þeirra fyrirtækja sem auglýsi þar skylda til að ganga úr skugga um að þar sé óhætt fyrir börn að vera. „Þeir þurfa að passa hvers konar upplýsingum þeir safna um notendur og hvernig aðrir setja sig í samband við börnin,“ segir hann. „Einnig þurfa fyrirtæki að íhuga hvernig þau nota sína markaðssetningu í ljósi þess að notendurnir eru líka börn og um þau gilda aðrar reglur.“ Rannsóknin, EU Kids Online, er viðamikil og snýr að internetnotkun barna í 25 Evrópulöndum á árunum 2006 til 2009. Um 25 þúsund börn á aldrinum 9 til 16 ára tóku þátt. Tilgangurinn var að kortleggja internetnotkun barna og komast að raun um hversu hátt hlutfall þeirra yrði fyrir skaðlegum áhrifum af því efni sem þau sæju, eins og klámi og einelti. Helstu niðurstöður sýna að um tólf prósent segjast hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum af einhverju sem þau sjái á netinu. Hafa ber í huga að hlutfallið er mun hærra ef spurt er hvort börnin hafi séð eitthvað klámfengið eða neikvætt, en flest láta það ekki á sig fá. „Það er nauðsynlegt fyrir foreldra að vera meðvitaðir um að börn eru dugleg á netinu og þau nýta sér að sjálfsögðu þá möguleika. Og það er jákvætt,“ segir Kjartan. „En þetta er hröð þróun og án þess að gera of mikið úr hættunum er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þeim neikvæðu þáttum sem geta fylgt netinu, eins og öllu öðru.“sunna@frettabladid.is
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira