Innlent

Framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi

Hafnarfjarðarvegur
Hafnarfjarðarvegur mynd úr safni
Í morgun hófust framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi við gatnamót Álftanesvegar í Engidal. Unnið verður að rýmkun gatnamótanna og breytingu á umferðaljósum en einnig verða framkvæmdir norðan Vífilsstaðavegar þar sem gerð verður frárein að Goðatúni. Áætlað er að verkinu verði lokið 15. desember næstkomandi og biður lögregla vegfarendur að sýna fyllstu aðgát og fylja þeim umferðarmerkingum sem uppi eru hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×