Um tvær og hálf milljón múslima hefja í dag árvissa pílagrímsför til heilögu borgarinnar Mekku. Pílagrímsförin er í hugum múslima tákn einingar og auðmýktar gagnvart Guði, og er trúarleg skylda sem sannir múslimar verða að framkvæma minnst einu sinni á lífstíð sinni.
Í dag hóf fjöldi hvítklæddra pílagrímsfara þessa fimm daga för sína með því að klífa fjallið Mercy at Arafat, sem er 19 kílómetra frá Mekku. Mekka er höfuðborg Saudi-Arabíu og talin fæðingarborg Múhammeðs.
Pílagrímsförina ber í ár upp á tímum sem miklar hræringar hafa verið í hinum arabíska heimi. Meðal annars má nefna blóðug mótmæli í Sýrlandi. Eining og friður er því pílagrímsförum sérlega hugleikin í ár og segjast margir biðja fyrir „því að þjóð þeirra geti staðið sameinuð öxl við öxl í framtíðinni".
Múslimar hvaðanæva að í heiminum bíða alla ævi sína eftir möguleikanum á að leggja í þessa heilögu för og feta þar með í fótspor spámannsins Múhammeðs.
Hefja pílagrímsför til Mekku
