Innlent

Öryggisleitin í Leifsstöð seinvirkari en í nágrannalöndum

Öryggisleit í Leifsstöð er mun ítarlegri og seinvirkari en í nágrannalöndunum, þar sem farþegar þurfa ekki að fara á sokkaleistunum í gegnum skoðunina.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Túrista þar sem greint er fá að tildæmis á flugvöllunum í kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi og Helsinki þurfi farþegarnir ekki að fara úr skónum, nema í sérstökum tilvikum þegar mikill málmur er  í skónum, eins og til dæmis spennur.Í Bretlandi eru reglurnar heldur strangari. Þar þarf ákveðið hlutfall farþega að fara úr skónum, en þingnefnd fjallar þessa dagana um hvort fella eigi þá reglu úr gildi, meðal annars vegna tafa.

Vefsíðan bendir á að við athugun fyrr í sumar hafi komið í ljós að meðal biðtíminn í Leifsstöð hafi verið þrefalt lengri en á kastrup í Danmörku. Isavia gaf Túrista þær skýringar á þessu að farþegar á leilð til Banadríkjanna go meginlands Evrópu séu að far í gegnum gæsluna á sama tíma og strangari kröfur séu gerðar í skómálunum í Bandaríkjunum en í Evrópu. Túristi bendir á að sambærileg staða sé uppi á fyrrnefndum flugvöllum í Skandinavíu, án þess að bandarísku reglunum sé sýnd sérstök undirgefni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×