Orkuveitan: Hefðu ekki getað borgað laun án björgunarpakkans Símon Örn Birgisson skrifar 29. mars 2011 18:31 Orkuveitan er gjaldþrota fyrirtæki að mati Bjarna Bjarnasonar forstjóra Orkuveitunnar og hefði ekki getað borgað starfsfólki laun án björgunarpakkans sem samþykktur var í dag. Stofnuð hefur verið sérstök rannsóknarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitunnar. Borgarráð samþykkti í morgun 12 milljarða króna lán eigenda Orkuveitunnar til fyrirtækisins. Og Orkuveitan kynnti á blaðamannafundi róttækar niðurskurðaraðgerðir sem miða að því að rétta reksturinn við. Fjárfestingum verður frestað og eiga að sparast með því 16 milljarðar króna. Rekstrarkostnaður verður lækkaður um 5 milljarða. Tíu milljarðar eiga að koma inn með sölu eigna, átta milljarðar með öðrum sparnaði og svo 12 milljarða lán frá eigendum Orkuveitunnar. „Orkuveitan er búin að vera á langri siglingu en er mjög illa stödd núna. En skipið er ekki sokkið," sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar. Bjarni kynnti á fundinum nýja tíma og hugsun í rekstri Orkuveitunnar. Sá tími væri kominn að fyrirtækið breytti starfsháttum sínum og einbeitti sér að grunnveituþjónustu við borgarbúa. Hann sagði Orkusölu til stóriðju ekki koma lengur til greina. Og að allar eignir fyrirtækisins sem ekki tengdust kjarnastarfsemi væru til sölu, þar á meðal Perlan og höfuðstöðvar Orkuveitunnar, en ekki ríkir full sátt meðal eigenda Orkuveitunnar um sölu Gagnaveitunnar þó Bjarni telji þá þjónustu ekki falla undir kjarnastarfsemi. Þá tilkynnti Bjarni um miklar gjaldskrárhækkanir. Heita vatnið mun hækka um átta prósent og fráveitan um 45%. Þá verður starfsfólki fækkað um 90 með ráðningarbanni til ársins 2016. Á þessu grafi sést vel sá alvarlegi vandi sem Orkuveitan glímir við. Frá árinu 2000 hækkuðu skuldirnar jafnt og þétt. Skuldirnar nema nú yfir 200 milljörðum og er bróðurparturinn í erlendri mynd. Þær skuldir á nú að lækka. „Mér finnst mjög sorglegt að staðan sé svona. En loksins liggur niðurstaða á borðinu," sagði Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur um alvarlega stöðu Orkuveituna. Á blaðamannafundinum í dag kom einnig fram að samþykkt hafi verið í borgarráði að setja á laggirnar einskonar rannsóknarnefnd vegna málefna Orkuveitunnar. „Samfylkingin hefur verið í borgarstjórn og meirihluta. En líka minnihluta. Við eigum ekki að setjast í dómarasætið sjálf. Ég kvíði ekki niðurstöðunni í því máli," sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Orkuveitan er gjaldþrota fyrirtæki að mati Bjarna Bjarnasonar forstjóra Orkuveitunnar og hefði ekki getað borgað starfsfólki laun án björgunarpakkans sem samþykktur var í dag. Stofnuð hefur verið sérstök rannsóknarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitunnar. Borgarráð samþykkti í morgun 12 milljarða króna lán eigenda Orkuveitunnar til fyrirtækisins. Og Orkuveitan kynnti á blaðamannafundi róttækar niðurskurðaraðgerðir sem miða að því að rétta reksturinn við. Fjárfestingum verður frestað og eiga að sparast með því 16 milljarðar króna. Rekstrarkostnaður verður lækkaður um 5 milljarða. Tíu milljarðar eiga að koma inn með sölu eigna, átta milljarðar með öðrum sparnaði og svo 12 milljarða lán frá eigendum Orkuveitunnar. „Orkuveitan er búin að vera á langri siglingu en er mjög illa stödd núna. En skipið er ekki sokkið," sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar. Bjarni kynnti á fundinum nýja tíma og hugsun í rekstri Orkuveitunnar. Sá tími væri kominn að fyrirtækið breytti starfsháttum sínum og einbeitti sér að grunnveituþjónustu við borgarbúa. Hann sagði Orkusölu til stóriðju ekki koma lengur til greina. Og að allar eignir fyrirtækisins sem ekki tengdust kjarnastarfsemi væru til sölu, þar á meðal Perlan og höfuðstöðvar Orkuveitunnar, en ekki ríkir full sátt meðal eigenda Orkuveitunnar um sölu Gagnaveitunnar þó Bjarni telji þá þjónustu ekki falla undir kjarnastarfsemi. Þá tilkynnti Bjarni um miklar gjaldskrárhækkanir. Heita vatnið mun hækka um átta prósent og fráveitan um 45%. Þá verður starfsfólki fækkað um 90 með ráðningarbanni til ársins 2016. Á þessu grafi sést vel sá alvarlegi vandi sem Orkuveitan glímir við. Frá árinu 2000 hækkuðu skuldirnar jafnt og þétt. Skuldirnar nema nú yfir 200 milljörðum og er bróðurparturinn í erlendri mynd. Þær skuldir á nú að lækka. „Mér finnst mjög sorglegt að staðan sé svona. En loksins liggur niðurstaða á borðinu," sagði Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur um alvarlega stöðu Orkuveituna. Á blaðamannafundinum í dag kom einnig fram að samþykkt hafi verið í borgarráði að setja á laggirnar einskonar rannsóknarnefnd vegna málefna Orkuveitunnar. „Samfylkingin hefur verið í borgarstjórn og meirihluta. En líka minnihluta. Við eigum ekki að setjast í dómarasætið sjálf. Ég kvíði ekki niðurstöðunni í því máli," sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira