Erlent

Aretha Franklin stígur aftur á svið

Aretha Franklin ætlar að snúa aftur á sviðið og syngja sína helstu slagara í maí næstkomandi,
Aretha Franklin ætlar að snúa aftur á sviðið og syngja sína helstu slagara í maí næstkomandi, Mynd/AFP
Söngkonan Aretha Franklin hefur tilkynnt að hún ætli að taka aftur í míkrófóninn og halda tónleika 28. maí í New York. Tilkynning hennar kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að hún var lögð inn á spítala með ótilgreindan kvilla.

Í nóvember á síðasta ári hætti söngkonan við alla tónleika sína eftir fyrirmælum lækna. Í desember fór hún í minniháttar aðgerð og segist líða miklu betur núna. Hún hefur misst mörg kíló og er miklu ferskari en hún var fyrir áramót.

Tónleikarnir fara fram í Seneca Niagara Casínóinu í New York 28. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×