Erlent

Boða stríð gegn skipulögðum glæpasamtökum

Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir stríði við skipulögð glæpasamtök í heiminum. Umfangsmikilli lögggjöf er ætla að ganga til bols og höfuðs á starfsemi þessarar samtaka á fjármálamarkaði og eyðileggja fjárhagsgrundvöll þeirra.

Glæpasamtökin sem hér um ræðir eru ítalska mafían, Yakuza samtökin í Japan, Los Zetas í Mexíkó og Bræðralag hringsins í fyrrum löndum Sovéríkjanna sálugu.

Löggjöfin felur m.a. í sér að allar eignir þessarar samtaka verða gerðar upptækar í Bandaríkjunum og bandarískum þegnum bannað að eiga viðskipti við þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×