Sport

Anelka búinn að finna sér félag

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Framtíð Anelka er ekki á Brúnni
Framtíð Anelka er ekki á Brúnni MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY
Franski framherji Chelsea, Nicolas Anelka, hefur gefið í skyn að hann sé búinn að finna sér nýtt félag sem hann muni ganga til liðs við í janúar. Chelsea hefur samþykkti óskir Anelka og brasilíska varnarmannsins Alex að vera seldir frá félaginu í janúar.

Samningur Anelka við Chelsea rennur út næsta sumar og tækifæri hans hjá félaginu hafa verið af skornum skammti það sem af er tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hinn 32 ára gamli sóknarmaður hefur einungis þrívegis verið í byrjunarliði liðsins en hann hefur leikið yfir 180 leiki fyrir félagið á síðustu fjórum árum.

Anelka hefur verið orðaður við sitt gamla félag Liverpool og kínverska liðið Shanghai Shenhua. Einnig er vitað af áhuga Harry Redknapp stjóra Tottenham á leikmanninum.

"Ég hef vitað um nokkurt skeið hvar ég mun vera 2. janúar," sagði Anelka á heimasíðu sinni. "Félagið, sem á í nokkrum vandræðum, hefur ákveðið að notast frekar við Chelsea leikmenn framtíðarinnar og þar sem ég er góður atvinnumaður þá hef ég samþykkt það," sagði Anelka enn fremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×