Rosabaugur um tunglið sást yfir Reykjanesbæ í gærkvöldi, en samkvæmt gamalli hjátrú á síkt fyrirbæri að boða váleg tíðindi.
Samkvæmt vísindavef Háskóla Íslands myndast rosabaugur við ljósbrot í ískristöllum í háskýjum og sjást helst þegar tungl er fullt, eins og núna. Baugarnir sjást aðeins ef einhver skýjahula er á himni.
Rosabaugur er eins og gríðarlega víður ljóshringur umhverfis tunglið og má sjá fyrirbærið í gærkvöldi á vef Víkurfrétta.
Rosabaugur yfir Reykjanesbæ
