Innlent

Bændur segja lagabreytingar setja túnrækt í uppnám

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.

Bændasamtökin telja að drög að breytingum á náttúruverndarlögum muni hefta og hindra eðilega búskaparhætti, koma í veg fyrir framþróun í landbúnaði og setja venjulega túnræktun í uppnám. Einnig muni breytingarnar takmarka enn frekar ráðstöfunar- og nýtingarrétt landeigenda yfir jörðum sínum.

Þetta segir meðal annars í athugasemdum samtakanna við breytingarnar. Þá er því mótmælt að það skuli vera undri geðþótta Umhverfisstofnunar hvort og hvernig bændur megi nota vélknúin ökutæki vegna nýtingar jarða, við smölum og hlunnindanytjar.

Þá benda Bændasamtökin á að breytingarnar myndu hafa í för með sér að nánast öll framræsla votlendis vegna ræktunar yrði útilokuð. Þá yrði venjuleg túnrækt sett í uppnám, þar sem fræið er flutt inn, og loks gera Bændasamtökin athugasemdir við það að Náttúrufræðistofnun verði eini umsagnaraðilli um þann innflutning, en ekki verði leitað fagþekkingar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Breytingatillögurnar eru fyrri áfangi af heildar endurskoðun náttúruverndarlaga og eiga að taka til atriða, sem brýnast þykir að taka á.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×