Óvíst hvort framsóknarmenn styðji vantrauststillögu Bjarna 12. apríl 2011 16:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson. Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins fagnaði í dag á þingi framlagningu vantrauststillögu Bjarna Benediktssonar en benti um leið á að hún væri á veikum grunni í ljósi þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu flestir sagt já í Icesave málinu. Hann telur alls óvíst hvort framsóknarmenn styðji tillöguna. Í samtali við Fréttastofu segir Höskuldur að eðlilegra hefði verið að vantrauststillagan hefði komið frá öllum minnihlutanum en ekki bara frá Sjálfstæðismönnum, „til þess að þetta líti ekki út eins og menn séu að bjarga eigin skinni," segir Höskuldur og bætir við að sér finnist algjörlega ótímabært að leggja hana fram á þessu stigi málsins. Hann segist telja óvíst, þrátt fyrir að hann treysti ríkisstjórninni ekki til þess að klára Icesave-málið, að þingflokkur Framsóknarflokksins styðji tillöguna. Það verði rætt þegar formaður flokksins kemur frá útlöndum, en hann og fleiri þingmenn er staddir erlendis. Þeir eru nú á leið aftur til landsins og verður fundað um málið svo fljótt sem auðið er. Aðspurður hvort framsóknarmönnum hafi verið sagt frá tillögunni eða hvort þeim hafi verið boðið að vera með á tillögunni segist Höskuldur ekki hafa heyrt af því. „Ekki hafði mér borist af því fregnir," segir Höskuldur. „Við þurfum að velta fyrir okkur hver tilgangurinn sé með vantrauststtillögu sem lögð er fram af einum stjórnmálaflokki. Þessvegna vil ég ekki gefa upp hvort ég sé reiðubúinn til að samþykkja tillöguna." Tengdar fréttir Bjarni leggur fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokki ætlar að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Þetta kom fram í máli hans þegar hann svaraði munnlegri skýrslu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um niðurstöður Icesave málsins. 12. apríl 2011 14:21 Jóhanna vill flýtimeðferð á vantrauststillögu Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að óska eftir því við forseta Alþingis að vantrauststillaga Bjarna Benediktssonar fái flýtimeðferð í þinginu. Óvíst er hvenær tillagan verður tekin fyrir en heimildir fréttastofu herma að það gæti orðið á fimmtudaginn kemur. 12. apríl 2011 15:28 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins fagnaði í dag á þingi framlagningu vantrauststillögu Bjarna Benediktssonar en benti um leið á að hún væri á veikum grunni í ljósi þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu flestir sagt já í Icesave málinu. Hann telur alls óvíst hvort framsóknarmenn styðji tillöguna. Í samtali við Fréttastofu segir Höskuldur að eðlilegra hefði verið að vantrauststillagan hefði komið frá öllum minnihlutanum en ekki bara frá Sjálfstæðismönnum, „til þess að þetta líti ekki út eins og menn séu að bjarga eigin skinni," segir Höskuldur og bætir við að sér finnist algjörlega ótímabært að leggja hana fram á þessu stigi málsins. Hann segist telja óvíst, þrátt fyrir að hann treysti ríkisstjórninni ekki til þess að klára Icesave-málið, að þingflokkur Framsóknarflokksins styðji tillöguna. Það verði rætt þegar formaður flokksins kemur frá útlöndum, en hann og fleiri þingmenn er staddir erlendis. Þeir eru nú á leið aftur til landsins og verður fundað um málið svo fljótt sem auðið er. Aðspurður hvort framsóknarmönnum hafi verið sagt frá tillögunni eða hvort þeim hafi verið boðið að vera með á tillögunni segist Höskuldur ekki hafa heyrt af því. „Ekki hafði mér borist af því fregnir," segir Höskuldur. „Við þurfum að velta fyrir okkur hver tilgangurinn sé með vantrauststtillögu sem lögð er fram af einum stjórnmálaflokki. Þessvegna vil ég ekki gefa upp hvort ég sé reiðubúinn til að samþykkja tillöguna."
Tengdar fréttir Bjarni leggur fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokki ætlar að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Þetta kom fram í máli hans þegar hann svaraði munnlegri skýrslu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um niðurstöður Icesave málsins. 12. apríl 2011 14:21 Jóhanna vill flýtimeðferð á vantrauststillögu Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að óska eftir því við forseta Alþingis að vantrauststillaga Bjarna Benediktssonar fái flýtimeðferð í þinginu. Óvíst er hvenær tillagan verður tekin fyrir en heimildir fréttastofu herma að það gæti orðið á fimmtudaginn kemur. 12. apríl 2011 15:28 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Bjarni leggur fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokki ætlar að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Þetta kom fram í máli hans þegar hann svaraði munnlegri skýrslu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um niðurstöður Icesave málsins. 12. apríl 2011 14:21
Jóhanna vill flýtimeðferð á vantrauststillögu Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að óska eftir því við forseta Alþingis að vantrauststillaga Bjarna Benediktssonar fái flýtimeðferð í þinginu. Óvíst er hvenær tillagan verður tekin fyrir en heimildir fréttastofu herma að það gæti orðið á fimmtudaginn kemur. 12. apríl 2011 15:28