Benni McCarthy hefur fengið sig lausann frá West Ham en samningur hans átti að renna út nú í sumar. Þessi 33 ára gamli sóknarmaður náði aldrei að skora fyrir félagið.
McCarthy kom frá Blackburn í febrúar í fyrra en kaupverðið var óuppgefið. Hann náði aldrei að festa sig í sessi í liðinu og var oft gagnrýndur fyrir að vera í lélegu formi og of þungur.
Þjálfarar félagsins munu hafa reynt að koma honum aftur í form en það þykir nú fullreynt. McCarthy kom alls við sögu í fjórtán leikjum með félaginu og var tekinn af leikmannalista þess í febrúar síðastliðnum.
McCarthy vann Meistaradeildina með Porto árið 2004 og hefur skorað 31 mark í 79 landsleikjum með Suður-Afríku.
