Innlent

Kirkjuráð vill fresta framkvæmdum við Skálholt

Kirkjuráð vill að framkvæmdum við Þorláksbúð verði frestað á meðan skorið er úr vafamálum sem tengjast þeim. Fréttablaðið/Pjetur
Kirkjuráð vill að framkvæmdum við Þorláksbúð verði frestað á meðan skorið er úr vafamálum sem tengjast þeim. Fréttablaðið/Pjetur
Framkvæmdir Kirkjuráð hefur farið fram á að framkvæmdir við svonefnda Þorláksbúð við Skálholtskirkju verði stöðvaðar tímabundið. Samtök áhugamanna um uppbyggingu Þorláksbúðar hafa unnið að gerð búðarinnar á tóftum eldri byggingar og var farið að hilla undir verklok.

Kirkjuráð fékk hins vegar athugasemdir varðandi bygginguna, meðal annars frá afkomendum Harðar Bjarnasonar, hönnuðar Skálholtskirkju. Í viðtali við Fréttablaðið í gær sagði Áslaug, dóttir Harðar, að hún og bróðir hennar væru andsnúin byggingu búðarinnar svo nálægt kirkjunni.

Á fundi kirkjuráðs í fyrrakvöld samþykkti ráðið í ljósi athugasemdanna „að málið verði kannað hvað varðar deiliskipulag, höfundarréttindi vegna Skálholtsdómkirkju, hvaða heimildir sveitarstjórn hefur veitt til framkvæmdanna og önnur atriði sem áhrif kunna að hafa“.

Því var þeim tilmælum komið á framfæri að framkvæmdir við búðina yrðu stöðvaðar á meðan athugun færi fram. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×