Fótbolti

Westerfeld semur við Ajax í Höfðaborg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Westerveld fagnar í markmannsbúningi Real Sociedad.
Westerveld fagnar í markmannsbúningi Real Sociedad. Nordic Photos/AFP
Hollendingurinn Sander Westerveld, fyrrum markvörður Liverpool, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Ajax Cape Twon í Suður-Afríku. Westerveld hefur verið á mála hjá Monza í neðri deildum Ítalíu undanfarin ár.

Westerveld, sem er orðinn 37 ára gamall, stóð á milli stanganna hjá Liverpool á árunum 1999-2001. Hann hefur spilað fótbolta í efstu deildum Hollands, Englands og Spánar áður en hann gekk til liðs við ítalska félagið.

Deildarkeppnin í Suður-Afríku hefst um helgina en ljóst er að Westerverld missir af leik Ajax. Hann ætti þó að vera klár í slaginn í 2. umferð á miðvikudaginn.

Hollendingurinn spilaði á sínum tíma sex landsleiki fyrir Holland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×