Innlent

Meintur kókaínsmyglari í gæsluvarðhald

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands.
Hæstiréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands.
Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær Litháa í gæsluvarðhald til 2. desember vegna meints innflutnings á kókaíni. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglu yfir manninum og dæmt hann til að sæta farbanni. Lögreglustjórinn á Selfossi kærði þá til Hæstaréttar úrskurð héraðsdóms um að maðurinn skyldi sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. 

Lögreglustjórinn taldi hættu á að maðurinn myndi reyna að komast úr landi áður en mál hans yrði til lykta leitt og því væri farbann ekki nægilega örugg leið til að koma í veg fyrir það.  Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið manninn og komið í hendur Fangelsismálastofnunar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×