Innlent

Sjö börn með kennitöluna 11.11.11.

Sjö börn hafa fæðst það sem af er degi á Landspítalanum í Reykjavík samkvæmt upplýsingum frá fæðingadeildinni.

Kennitölur barnanna munu því byrja á 11.11.11.

Samkvæmt ljóðsmóður sem Vísir ræddi við þá hafa ekki verið fleiri fæðingar í dag en að öllu jöfnu. Meðaltalið er í raun átta börn á dag.

Aðeins fyrstu tólf ár hverrar aldar bjóða upp á talnarunur eins og 11.11.11. Næst verður það 12.12.12. En svo þarf að bíða til 1. janúar 2101.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×