Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók númer af tíu bílum í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt vegna vanrækslu eigenda þeirra við að færa þá til skoðunar.
Sumir bílarnir voru komnir hátt á annað ár fram yfir skoðunardag, en sektir liggja við, ef meira en þriggja mánaða dráttur verður á því.
Þetta slæma ástand kemur lögreglunni nokkuð á óvart þar sem Noðrurmýrin er ekki nema lítið brot af höuðborgarsvæðinu. Ástandið verður kannað á fleiri svæðum á næstunni.
Lögreglan tekur númer af óskoðuðum bílum
