Sakaði kennara um líkamsárás - höfðaði mál níu árum síðar 5. júlí 2011 14:54 Kennari í Hvassaleitisskóla var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði kennara í Hvassaleitisskóla af skaðabótakröfu fyrrverandi nemanda síns, sem þá var í 10. bekk. Atvikið átti sér stað fyrir ellefu árum síðan, eða árið 2000. Nemandinn, sem nú er tæplega þrítugur, höfðaði málið árið 2009. Málsatvik voru þau að piltinum var vikið úr skólastofu þar sem kennarinn taldi að hann hefði kastað í sig tyggigúmmíi. Í ljós kom síðar að pilturinn var saklaus af þeim hrekk. Kennarinn vildi meina að hann hefði vísað piltinum út úr skólastofunni með því að ýta við öxl hans og skipaði honum að fara til skólastjórans. Þegar pilturinn var kominn út úr skólastofunni sparkaði hann í hurð skólastofunnar sem varð til þess að kennarinn fór fram til hans. Þar segir pilturinn að kennarinn hefði tekið sig hálstaki og þrengt þannig að öndunarfærum hans að hann átti í erfiðleikum með að anda. Þá heldur hann því einnig fram að kennarinn, sem hefur verið að kenna í skólanum síðan á áttunda áratug síðustu aldar, hefði lyft sér upp á hálsinum og skellt höfðinu í vegg með þeim afleiðingum að hann hlaut heilahristing. Þessu neitar kennarinn staðfastlega. Í framburði mannsins kemur fram að hann hafi óskað eftir því að sjúkrabíll yrði kallaður til þegar þeir voru komnir á skrifstofu skólastjóra. Skólastjórinn hafnaði þeirri beiðni. Þá missti pilturinn stjórn á skapi sínu og vitni segjast hafa séð hann kasta sér á vegg og stóla. Pilturinn gekk sjálfur á spítala þar sem læknar skoðuðu hann. Kom þá í ljós að hann var með heilahristing. Í framburði mannsins kemur fram að hann hefði kastað upp á spítalanum en gögn lækna renna ekki stoðum undir þá frásögn. Pilturinn segist hafa borið varanlega örorku eftir umrætt atvik og það hafi skert möguleika hans til náms, en hann hafi ætlað að starfa sem kjötiðnaðarmaður. Það hafi hann þó ekki getað þar sem hann getur ekki unnið í frosti í langan tíma í einu. Nú starfar hann sem bílasali. Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars að engin vitni hafi verið að þeim atburði, sem maðurinn skýrir frá, og á að hafa átt sér stað á ganginum. Vitni segjast hafa heyrt öskur, sem getur samræmst framburði mannsins, sem kvaðst hafa verið reiður og verið með fúkyrði við kennarann. Á hinn bóginn bera vitni, sem sáu piltinn á eftir uppi á kennaraskrifstofu, og hjá skólastjóra og á göngum þar, að hann hefði kastað sér með hægri öxl á veggi og stóla. Er því ekki unnt að útiloka, að pilturinn hafi sjálfur valdið þeim áverkum, sem hann kveðst hafa fengið umræddan dag. Þá segir ennfremur í dóminum maðurinn hefði sýnt ótrúlegt tómlæti við að halda uppi kröfum sínum níu árum eftir að atvikið. Var kennarinn því sýknaður. Nemandinn þarf hinsvegar að greiða rúma hálfa milljón í málskostnað. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði kennara í Hvassaleitisskóla af skaðabótakröfu fyrrverandi nemanda síns, sem þá var í 10. bekk. Atvikið átti sér stað fyrir ellefu árum síðan, eða árið 2000. Nemandinn, sem nú er tæplega þrítugur, höfðaði málið árið 2009. Málsatvik voru þau að piltinum var vikið úr skólastofu þar sem kennarinn taldi að hann hefði kastað í sig tyggigúmmíi. Í ljós kom síðar að pilturinn var saklaus af þeim hrekk. Kennarinn vildi meina að hann hefði vísað piltinum út úr skólastofunni með því að ýta við öxl hans og skipaði honum að fara til skólastjórans. Þegar pilturinn var kominn út úr skólastofunni sparkaði hann í hurð skólastofunnar sem varð til þess að kennarinn fór fram til hans. Þar segir pilturinn að kennarinn hefði tekið sig hálstaki og þrengt þannig að öndunarfærum hans að hann átti í erfiðleikum með að anda. Þá heldur hann því einnig fram að kennarinn, sem hefur verið að kenna í skólanum síðan á áttunda áratug síðustu aldar, hefði lyft sér upp á hálsinum og skellt höfðinu í vegg með þeim afleiðingum að hann hlaut heilahristing. Þessu neitar kennarinn staðfastlega. Í framburði mannsins kemur fram að hann hafi óskað eftir því að sjúkrabíll yrði kallaður til þegar þeir voru komnir á skrifstofu skólastjóra. Skólastjórinn hafnaði þeirri beiðni. Þá missti pilturinn stjórn á skapi sínu og vitni segjast hafa séð hann kasta sér á vegg og stóla. Pilturinn gekk sjálfur á spítala þar sem læknar skoðuðu hann. Kom þá í ljós að hann var með heilahristing. Í framburði mannsins kemur fram að hann hefði kastað upp á spítalanum en gögn lækna renna ekki stoðum undir þá frásögn. Pilturinn segist hafa borið varanlega örorku eftir umrætt atvik og það hafi skert möguleika hans til náms, en hann hafi ætlað að starfa sem kjötiðnaðarmaður. Það hafi hann þó ekki getað þar sem hann getur ekki unnið í frosti í langan tíma í einu. Nú starfar hann sem bílasali. Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars að engin vitni hafi verið að þeim atburði, sem maðurinn skýrir frá, og á að hafa átt sér stað á ganginum. Vitni segjast hafa heyrt öskur, sem getur samræmst framburði mannsins, sem kvaðst hafa verið reiður og verið með fúkyrði við kennarann. Á hinn bóginn bera vitni, sem sáu piltinn á eftir uppi á kennaraskrifstofu, og hjá skólastjóra og á göngum þar, að hann hefði kastað sér með hægri öxl á veggi og stóla. Er því ekki unnt að útiloka, að pilturinn hafi sjálfur valdið þeim áverkum, sem hann kveðst hafa fengið umræddan dag. Þá segir ennfremur í dóminum maðurinn hefði sýnt ótrúlegt tómlæti við að halda uppi kröfum sínum níu árum eftir að atvikið. Var kennarinn því sýknaður. Nemandinn þarf hinsvegar að greiða rúma hálfa milljón í málskostnað.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira