Erlent

Jarðskjálfti veldur skelfingu á Bali

Jarðskjálfti upp á 6 stig á Richter skók eyjuna Bali í Indónesíu í morgunn. Að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar voru upptök skjálftans um 160 km suðvestur af eyjunni.

Vitað er að 17 manns slösuðust í skjálftanum en talsverð skelfing greip um sig meðal íbúa eyjarinnar. Ekki hafa borist fréttir um tjón af völdum skjálftans og ekki var talið nauðsynlegt að gefa út flóðaviðvörun vegna hans að því er segir í frétt á CNN um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×