Lofað refsileysi í stað afsagnar 24. nóvember 2011 02:00 Ali Abdullah Saleh virðist bara hæstánægður með að losna við að vera forseti. nordicphotos/AFP Ali Abdullah Saleh, forseti Jemen, afsalaði sér í gær völdum og féllst á að varaforseti sinn, Abed Rabbo Mansor Hadi, tæki við af sér. Gegn þessu er Saleh lofað að hann og fjölskylda hans verði ekki sótt til saka. Mótmælendur í Jemen fögnuðu afsögn forsetans, en gagnrýndu að samningurinn eigi að tryggja honum refsileysi. Saleh hélt til Sádi-Arabíu í gær þar sem hann undirritaði samning um afsögnina við fulltrúa stjórnarandstöðunnar í Jemen, að viðstöddum Abdullah konungi Sádi-Arabíu. Samningurinn kveður á um að kosningar verði haldnar í Jemen innan þriggja mánaða. Einnig er gert ráð fyrir tveggja ára aðlögunartíma fyrir ný stjórnvöld. Saleh lofar jafnframt fullri samvinnu við stjórnarandstöðuna, sem fær nú hlutdeild í stjórn landsins. Auk þess er kveðið á um að hann verði heiðursforseti landsins næstu þrjá mánuðina. Saleh segist ætla til Bandaríkjanna að leita sér þar lækninga. Hann virtist sáttur við þessi málalok og brosti breitt þegar hann undirritaði skjölin. Fjölmenn mótmælendahreyfing hefur krafist afsagnar Salehs síðan snemma árs, en hann hefur jafnan neitað að láta af völdum þar til nú. Lögregla og her hafa tekið hart á mótmælendum og hafa átökin kostað fjölda manns lífið. - gb Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Ali Abdullah Saleh, forseti Jemen, afsalaði sér í gær völdum og féllst á að varaforseti sinn, Abed Rabbo Mansor Hadi, tæki við af sér. Gegn þessu er Saleh lofað að hann og fjölskylda hans verði ekki sótt til saka. Mótmælendur í Jemen fögnuðu afsögn forsetans, en gagnrýndu að samningurinn eigi að tryggja honum refsileysi. Saleh hélt til Sádi-Arabíu í gær þar sem hann undirritaði samning um afsögnina við fulltrúa stjórnarandstöðunnar í Jemen, að viðstöddum Abdullah konungi Sádi-Arabíu. Samningurinn kveður á um að kosningar verði haldnar í Jemen innan þriggja mánaða. Einnig er gert ráð fyrir tveggja ára aðlögunartíma fyrir ný stjórnvöld. Saleh lofar jafnframt fullri samvinnu við stjórnarandstöðuna, sem fær nú hlutdeild í stjórn landsins. Auk þess er kveðið á um að hann verði heiðursforseti landsins næstu þrjá mánuðina. Saleh segist ætla til Bandaríkjanna að leita sér þar lækninga. Hann virtist sáttur við þessi málalok og brosti breitt þegar hann undirritaði skjölin. Fjölmenn mótmælendahreyfing hefur krafist afsagnar Salehs síðan snemma árs, en hann hefur jafnan neitað að láta af völdum þar til nú. Lögregla og her hafa tekið hart á mótmælendum og hafa átökin kostað fjölda manns lífið. - gb
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira