Erlent

Mikil hætta á umferðaröngþveiti í Danmörku í vetur

Mikil hætta er á verulegu umferðaröngþveiti á vegum og götum Danmerkur í vetur sökum þess hve þessar samgönguæðar eru illa farnar eftir harða vetur í landinu undanfarin ár.

Snjór og frost hefur eyðilagt vegina og sveitarstjórnir hafa ekki haft efni á því að lagfæra þá. Enn einn harður vetur mun því þýða mikið öngþveiti og enn meiri eyðileggingu á vegakerfinu.

Samkvæmt úttekt frá félagi bíleigenda í Danmörku hafa sveitarstjórnir skorðið niður framlög til vegagerðar um 25% á ári frá árinu 2007. Hinsvegar hefur kostnaður við snjómokstur rokið upp úr öllu valdi á sama tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×