Erlent

Íslendingar fengu engar jólakveðjur frá Cameron á síðasta ári

Cameron senti 1.410 jólakort á síðasta ári.
Cameron senti 1.410 jólakort á síðasta ári. mynd/AFP
Íslendingar voru ekki á jólakortalista David Camerons, forsætisráðherra Bretlands, á síðasta ári. Við skipum okkur því í raðir með umdeildum heimsleiðtogum eins og Vladímír Pútín og fyrrverandi einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi.

Viðtakendurnir heppnu fengu jólakveðjur frá Cameron ásamt glæsilegri mynd af honum og fjölskyldu hans. Alls sendi Cameron 1.410 jólakort á síðasta ári.

Það kennir ýmissa grasa á jólakortalistanum og ber hann vitni um ástand alþjóðastjórnmála á síðasta ári. Til mynda fékk forsætisráðherra Rússlands, Vladímír Pútín, ekki kort á meðan forsetinn Dmítry Medvedev fékk kveðjur frá Cameron.

Cameron tókst síðan að forðast diplómatískt stórslys með því að senda engum af þeim leiðtogum kort sem nú ganga í gegnum Arabavorið svokallaða. Þar á meðal eru Muammar Gaddafi og forseti Sýrlands Bashar Assad.

Fjölskyldumyndin sem fylgdi jólakortunum á síðasta ári.Mynd/AFP
Allir leiðtogar Evrópusambandsins og NATO fengu jólakort - fyrir utan Króatíu og Ísland.

Það kemur kannski ekki á óvart að Cameron hafi fjarlægt Ísland af listanum - það má segja að það hafi andað köldu milli Íslands og Bretlands á síðasta ári.

Einnig tókst Cameron halda uppi hlutleysi með því að senda leiðtogum Ísrael og Palestínu kort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×