Erlent

Stjarneðlisfræðingar reikna líkur á lífi

Tölvuteikning af yfirborði Títan. Saturn svífur fyrir ofan.
Tölvuteikning af yfirborði Títan. Saturn svífur fyrir ofan. mynd/kees venenbos
Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur útbúið sérstök matskerfi fyrir reikistjörnur sem taldnar eru vera byggilegar.

Niðurstöður hópsins voru birtar í tímaritinu Astrobiology.

Hópurinn telur að tveir þættir skipti sköpum í mati á plánetum. Annars vegar eru líkindi plánetunnar við jörðina - þetta tekur til stærðar, fjarlægðar frá móðurstjörnu og þéttleika. Hins vegar er yfirborð reiknistjarna rannsakað - hvort að plánetan sé grýtt eða frosin. Einnig er andrúmsloft reikistjarna tekið til á listanum.

Vísindamennirnir gefa reikistjörnum síðan einkun miðað við eiginleika þeirra. Þær plánetur sem þeir telja vera líklegastar til að geyma líf eru Gliese 581g og Gliese 581d. Einnig er tunglið Títan talið hentugt fyrir líf.

Geimsjónaukinn Kepler hefur fundið rúmlega 1.000 plánetur sem vísindamönnum grunar að séu byggilegar. Á næstu árum verður síðan nýjum sjónauka skotið á sporbraut um jörðu. Hann getur mælt lífmerki sem berast í ljósi sem reikistjörnur senda frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×