Erlent

Vill fresta þingkosningum í Egyptalandi

Mótmæli og götubardagar stóðu yfir langt fram á nótt á Friðartorginu í Kaíró og nú er óttast að borgarastyrjöld brjótist út í landinu.

Í frétt á sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera í gærkvöldi segir að innanríkisráðherra Egyptlands beðið herforingjaráðið sem stjórnar landinu að fresta fyrirhuguðum þingkosningum sem átti að halda næstkomandi mánudag vegna ástandisns.

Þetta eru fyrstu frjálsu kosningarnar í Egyptlandi í fjölda áratuga en mótmælendurnir í Kaíró bera ekkert traust til þessara kosningar meðan að herforingjaráðið situr að völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×