Erlent

Sautján lík finnast í Mexíkó

Yfirvöld í bænum telja líkin vera tengd mannráni sem átti sér stað á mánudaginn.
Yfirvöld í bænum telja líkin vera tengd mannráni sem átti sér stað á mánudaginn. mynd/AFP
Mexíkóskir lögreglumenn fundu 17 sviðin lík í bænum Culiacan. Yfirvöld í bænum telja líkin vera tengd mannráni sem átti sér stað á mánudaginn.

Líkin fundust í tveimur pallbílum sem kveikt hafði verið í. Eftir að líkin voru rannsökuð kom í ljós að öll fórnarlömbin voru látin áður en kveikt var í bílunum.

Landstjóri Sinaloa-héraðs telur að morðin tengjast fíkniefnaklíkum sem berjast um yfirráð í héraðinu.

Talið er að bækistöðvar klíkuleiðtogans Joaquin Guzman séu í Sinaloa. Guzman er talinn bera ábyrgð á miklum innflutningi kókaíns og kannabis til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×