Erlent

Herforingjaráðið harmar dauðsföll á Tahrir torgi

Frá Friðartorginu í Kaíró.
Frá Friðartorginu í Kaíró. mynd/AFP
Herforingjaráðið í Egyptalandi harmar þau dauðsföll sem átt hafa sér stað í mótmælunum á Friðartorginu í Kaíró á síðustu dögum.

Talsmenn ráðsins sögðu það vera mikinn harmleik að synir Egyptalands hefðu fallið í aðgerðum lögreglunnar. Ráðið lofar því að dauðsföllin verði rannsökuð.

Mótmælin hófust fyrir tæpri viku og hefur herforingjaráðið boðist til að flýta valdaskiptum í landinu. Mótmælendur afþökkuðu tilboð ráðsins og er talið að mótmælin muni halda áfram næstu daga.

Herforingjaráðið segist ekki ætla að halda í völd í landinu og þeir biðla til þegna Egyptalands um að treysta sér til að framkvæma kosningarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×