Erlent

Krefjast fjögurra ára fangelsi

Murray var fundinn sekur þann 7. nóvember síðastliðinn og var niðurstaða kviðdómsins einróma.
Murray var fundinn sekur þann 7. nóvember síðastliðinn og var niðurstaða kviðdómsins einróma. mynd/AFP
Saksóknarar fara fram á fjögurra ára fangelsi yfir Conrad Murray en hann var fundinn sekur um manndráp af gáleysi. Hann gaf poppstjörnunni Michael Jackson svefnlyfið propofol sem talið er að hafa dregið hann til dauða.

Verjendur telja að Murray eigi að vera dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.

Murray var færður í varðhald eftir að hann var fundinn sekur og bíður nú þess að dómur verði kveðinn upp.

Murray var einkalæknir Jacksons en poppstjarnan fannst látin á heimili sínu 25. júní árið 2009.

Í vitnisburði lækna kemur fram að propofol sé oftast notað við skurðaðgerðir og að notkun þess utan spítala sé vítaverð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×