Erlent

Norður-Kórea hótar aðgerðum vegna hernaðaræfinga

Yfirvöld í Norður-Kóreu komið fyrir áróðursskilti á eyjunni þar sem leiðtoginn Kim Sung II er hylltur.
Yfirvöld í Norður-Kóreu komið fyrir áróðursskilti á eyjunni þar sem leiðtoginn Kim Sung II er hylltur. mynd/AP
Í kjölfar hernaðaræfinga Suður-Kóreu á eyjunni Yeonpyeong hafa nágrannar þeirra í norðri hótað hernaðaraðgerðum gegn Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu.

Í tilkynningu sem opinberir fjölmiðlar í Norður-Kóreu birtu kemur fram að her landsins sé í viðbragðsstöðu. Ef skotum verður beint að Norður-Kóreu munu sprengjuárásir á höfuðborg Suður-Kóreu hefjast.

Hernaðaræfing Suður-Kóreu er haldin árlega en á síðasta ári skaut stórskotalið Norður-Kóreu á eyjuna. Tveir hermenn létust ásamt tveimur óbreyttum borgurum. Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu, sögðu nágranna sína hafa ögrað sér.

Löndin gera bæði tilkall til eyjunnar og hafa yfirvöld í Norður-Kóreu komið fyrir áróðursskilti á eyjunni þar sem leiðtoginn Kim Sung II er hylltur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×