Erlent

Flugslys í Phoenix

Talið er að þrjú börn hafi látist ásamt föður sínum og tveimur öðrum.
Talið er að þrjú börn hafi látist ásamt föður sínum og tveimur öðrum. mynd/AP
Lítil flugvél hrapaði í Phoenix í Bandaríkjunum í dag. Litlar líkur eru á að einhver finnist á lífi. Þrjú börn voru í vélinni.

Björgunarmenn hafa leitað á svæðinu í dag ásamt sjálfboðaliðum.

Talið er að flugvélin hafi sprungið í loft upp þegar hún hrapaði í klettaþyrpingu.

Íbúar á svæðinu segjast hafa heyrt mikla sprengingu um það leiti sem flugvélin á að hafa hrapað.

Fréttastöðin KPNX-TV greindi frá því að fórnarlömbin hafi tengst fjölskylduböndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×