Ögmundur vill engin einkasjúkrahús fyrir útlendinga 21. janúar 2011 19:35 Innanríkisráðherra er mjög andvígur áformum um nýja einkarekna spítala og óttast að verið sé að byggja upp tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hann segir alveg ljóst að þessir spítalar verða ekki arðvænlegir án aðkomu íslenskra sjúklinga og skattborgara. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, óttast að menn ætli sér að koma upp tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi, það er einu fyrir þá efnuðu og öðru fyrir þá tekjulægri, með uppbyggingu einkasjúkrastofnanna í Mosfellsbæ og Miðnesheiði.Ná íslenskum sjúklingum með krókaleiðum Í sama streng tekur Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hún ekki skilja ekki hvers vegna einkaaðilar semji ekki við sjúkrastofnanir sem nú eru vannýttar vegna fjárskorts í stað þess að byggja upp sjúkrastofnannir frá grunni. Ingibjörg segist gruna að ætlunin sé að ná íslenskum sjúklingum inn á þessa spítala með krókaleiðum. Þannig geti sjúklingar í krafti peninga fengið forgang að heilbrigðiskerfinu og þar með sér búið að mynda tvöfallt kerfi líkt og í Bandaríkjunum.Ekki gert nema með aðkomu skattborgara „Ég er mjög andvígur þessum áformum og ég segi að ef menn ætla koma hér á tvöföldu heilbrigðskerfi eiga menn að segja það hreint út. Taka þá umræðu í stað þess að lauma sér inn bakdyramegin. Það skal enginn segja mér það að hér verði rekið arðvænlegt einkasjúkrahús eingöngu á innflutningi sjúklinga, hvort sem er í fituaðgerðir eða mjaðmaskipti. Þetta verður ekki gert án aðkomu íslenskra sjúklinga eða íslenskra almannatrygginga, þar með skattborgarans," segir Ögmundur. Bent hefur verið á að ólíklegt sé að einkasjúkrahúsin geti fengið til sín nægilega marga erlenda sjúklinga til að rekstur þeirra borgi sig. Ögmundur segir þetta spurningu sem forsvarsmenn einkasjúkrahúsanna eigi eftir að svara. „Ég spyr hvaða erlendu sjúklingar eru þetta? Eru þetta auðmenn sem greiða úr eigin vasa og einkatryggingum eða á að gera út á almannatryggingar á hinu evrópska efnahagssvæði. Þetta eru spurningar sem við verðum að fá svör við því ég hef efasemdir um að þetta sé góð bissnesshugmynd. Ef þetta er slæm bissnesshugmynd þá mun það gerast, sem iðulega hefur gerst að það verður skattborgarinn sem situr uppi með borga brúsann. Og ég hef engan áhuga á því," segir Ögmundur.Mun ekki grípa inn í áform einkafyrirtækja Hann segist ekki geta gripið inn í áform einkafyrirtækja og sé ekki mótfallinn því að menn stofni fyrirtæki ef þeir beri sjálfir ábyrgð á þeim. „Þetta eru einkaaðilar sem eru að fjalla um þetta og sýsla með þetta. Og í mínum huga á öllum að vera frjálst að setja á laggirnar hvaða fyrirtæki sem þeir vilja. En ef þeir ætlast til þess að ég borgi fyrir það, eins og ég óttast að verði í þessu tilfelli vil ég að sjálfsögðu vera með í ráðum. Mér finnst að þeir sem eru um þessi mál að fjalla verði að gera miklu betur grein fyrir sínum áformum áður en lengra er haldið," segir Ögmundur. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu. 21. janúar 2011 12:14 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Innanríkisráðherra er mjög andvígur áformum um nýja einkarekna spítala og óttast að verið sé að byggja upp tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hann segir alveg ljóst að þessir spítalar verða ekki arðvænlegir án aðkomu íslenskra sjúklinga og skattborgara. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, óttast að menn ætli sér að koma upp tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi, það er einu fyrir þá efnuðu og öðru fyrir þá tekjulægri, með uppbyggingu einkasjúkrastofnanna í Mosfellsbæ og Miðnesheiði.Ná íslenskum sjúklingum með krókaleiðum Í sama streng tekur Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hún ekki skilja ekki hvers vegna einkaaðilar semji ekki við sjúkrastofnanir sem nú eru vannýttar vegna fjárskorts í stað þess að byggja upp sjúkrastofnannir frá grunni. Ingibjörg segist gruna að ætlunin sé að ná íslenskum sjúklingum inn á þessa spítala með krókaleiðum. Þannig geti sjúklingar í krafti peninga fengið forgang að heilbrigðiskerfinu og þar með sér búið að mynda tvöfallt kerfi líkt og í Bandaríkjunum.Ekki gert nema með aðkomu skattborgara „Ég er mjög andvígur þessum áformum og ég segi að ef menn ætla koma hér á tvöföldu heilbrigðskerfi eiga menn að segja það hreint út. Taka þá umræðu í stað þess að lauma sér inn bakdyramegin. Það skal enginn segja mér það að hér verði rekið arðvænlegt einkasjúkrahús eingöngu á innflutningi sjúklinga, hvort sem er í fituaðgerðir eða mjaðmaskipti. Þetta verður ekki gert án aðkomu íslenskra sjúklinga eða íslenskra almannatrygginga, þar með skattborgarans," segir Ögmundur. Bent hefur verið á að ólíklegt sé að einkasjúkrahúsin geti fengið til sín nægilega marga erlenda sjúklinga til að rekstur þeirra borgi sig. Ögmundur segir þetta spurningu sem forsvarsmenn einkasjúkrahúsanna eigi eftir að svara. „Ég spyr hvaða erlendu sjúklingar eru þetta? Eru þetta auðmenn sem greiða úr eigin vasa og einkatryggingum eða á að gera út á almannatryggingar á hinu evrópska efnahagssvæði. Þetta eru spurningar sem við verðum að fá svör við því ég hef efasemdir um að þetta sé góð bissnesshugmynd. Ef þetta er slæm bissnesshugmynd þá mun það gerast, sem iðulega hefur gerst að það verður skattborgarinn sem situr uppi með borga brúsann. Og ég hef engan áhuga á því," segir Ögmundur.Mun ekki grípa inn í áform einkafyrirtækja Hann segist ekki geta gripið inn í áform einkafyrirtækja og sé ekki mótfallinn því að menn stofni fyrirtæki ef þeir beri sjálfir ábyrgð á þeim. „Þetta eru einkaaðilar sem eru að fjalla um þetta og sýsla með þetta. Og í mínum huga á öllum að vera frjálst að setja á laggirnar hvaða fyrirtæki sem þeir vilja. En ef þeir ætlast til þess að ég borgi fyrir það, eins og ég óttast að verði í þessu tilfelli vil ég að sjálfsögðu vera með í ráðum. Mér finnst að þeir sem eru um þessi mál að fjalla verði að gera miklu betur grein fyrir sínum áformum áður en lengra er haldið," segir Ögmundur.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu. 21. janúar 2011 12:14 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu. 21. janúar 2011 12:14