Priyanka sækir um ríkisfang hér á landi 2. apríl 2011 06:00 Að öðru óbreyttu verður Priyönku gert að yfirgefa Ísland á næstu mánuðum. Hennar gæti beðið erfitt líf í Nepal.Fréttablaðið/vilhelm sigurður örn Hilmarsson Velunnarar Priyönku Thapa hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda henni hér á landi. Útlendingastofnun synjaði henni um dvalarleyfi í vikunni. Priyanka er 23 ára gömul nepölsk stúlka en í Nepal bíður hennar ókunnur fertugur karlmaður sem hefur keypt hönd hennar af fátækri fjölskyldunni. Ákveðið hefur verið að sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir hana. „Við ætlum að leita allra leiða til að gera henni kleift að vera hér á landi áfram,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður Priyönku. „Við teljum aðstæður hennar vera svo sérstakar að hún eigi í fyrsta lagi rétt á því að fá dvalarleyfi hér en jafnframt að þær réttlæti það að hún fái einfaldlega ríkisborgararétt frá Alþingi.“ Almennt er gerð krafa um að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi búið hér á landi í sjö ár og hafi dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Ljóst er að Priyanka uppfyllir ekki þau skilyrði en fólk í hennar stöðu getur komist hjá þeim með því að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. „Þá setur Alþingi einfaldlega lög um að einhverjir tilteknir einstaklingar hljóti ríkisfang en það hefur Alþingi gert tvisvar á ári undanfarna áratugi,“ segir Sigurður Örn. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá fjölskyldu á Suðurnesjum undanfarin misseri. Fjölskyldan hefur tekið ástfóstri við Priyönku og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess stundað nám við háskólabrú Keilismeð mjög góðum árangri, en hún útskrifast þaðan í maí. Priyanka er óttaslegin um framtíðina en að öllu óbreyttu verður henni gert að yfirgefa Ísland á næstu mánuðum. Útlendingastofnun úrskurðaði að Priyanka uppfyllti ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og taldi ekki sannað að hennar biði hjónaband sem hún yrði neydd í. Priyanka, fjölskylda hennar og lögmaður afla nú frekari sönnunargagna um stöðu hennar í Nepal. Líklegast verður farið fram á að málið verði tekið upp aftur af hálfu Útlendingastofnunar. Ása Guðný Ásgeirsdóttir mannfræðingur hefur rannsakað stöðu kvenna í Nepal. Hún segir að Pryönku gæti beðið erfitt líf í Nepal. Landið sé meðal þeirra fátækustu í heimi og þar njóti konur almennt lítilla réttinda. Á fimmtudag var stofnaður hópur á Facebook til stuðnings Pryönku en á tíunda tímanum í gærkvöldi höfðu rúmlega 6.000 manns gengið í hópinn. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
sigurður örn Hilmarsson Velunnarar Priyönku Thapa hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda henni hér á landi. Útlendingastofnun synjaði henni um dvalarleyfi í vikunni. Priyanka er 23 ára gömul nepölsk stúlka en í Nepal bíður hennar ókunnur fertugur karlmaður sem hefur keypt hönd hennar af fátækri fjölskyldunni. Ákveðið hefur verið að sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir hana. „Við ætlum að leita allra leiða til að gera henni kleift að vera hér á landi áfram,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður Priyönku. „Við teljum aðstæður hennar vera svo sérstakar að hún eigi í fyrsta lagi rétt á því að fá dvalarleyfi hér en jafnframt að þær réttlæti það að hún fái einfaldlega ríkisborgararétt frá Alþingi.“ Almennt er gerð krafa um að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi búið hér á landi í sjö ár og hafi dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Ljóst er að Priyanka uppfyllir ekki þau skilyrði en fólk í hennar stöðu getur komist hjá þeim með því að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. „Þá setur Alþingi einfaldlega lög um að einhverjir tilteknir einstaklingar hljóti ríkisfang en það hefur Alþingi gert tvisvar á ári undanfarna áratugi,“ segir Sigurður Örn. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá fjölskyldu á Suðurnesjum undanfarin misseri. Fjölskyldan hefur tekið ástfóstri við Priyönku og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess stundað nám við háskólabrú Keilismeð mjög góðum árangri, en hún útskrifast þaðan í maí. Priyanka er óttaslegin um framtíðina en að öllu óbreyttu verður henni gert að yfirgefa Ísland á næstu mánuðum. Útlendingastofnun úrskurðaði að Priyanka uppfyllti ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og taldi ekki sannað að hennar biði hjónaband sem hún yrði neydd í. Priyanka, fjölskylda hennar og lögmaður afla nú frekari sönnunargagna um stöðu hennar í Nepal. Líklegast verður farið fram á að málið verði tekið upp aftur af hálfu Útlendingastofnunar. Ása Guðný Ásgeirsdóttir mannfræðingur hefur rannsakað stöðu kvenna í Nepal. Hún segir að Pryönku gæti beðið erfitt líf í Nepal. Landið sé meðal þeirra fátækustu í heimi og þar njóti konur almennt lítilla réttinda. Á fimmtudag var stofnaður hópur á Facebook til stuðnings Pryönku en á tíunda tímanum í gærkvöldi höfðu rúmlega 6.000 manns gengið í hópinn. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira