Jóhanna: Furðuleg afstaða Samtaka atvinnulífsins 16. apríl 2011 07:15 Langtímasamningur SA og ASÍ er ekki lengur til umræðu. Unnið var að skammtímasamningi í gærkvöld. Forsætisráðherra sakar LÍÚ um óbilgirni. Framkvæmdastjóri SA segir stjórnvöld hafa ráðist á sjávarútveginn. Óvissa ríkti enn í kjaraviðræðum Alþýðusambandsins (ASÍ) og Samtaka atvinnulífisins (SA) í gærkvöld. Kjarasamningur til þriggja ára var sleginn út af borðinu síðdegis í gær og ekki hafði náðst samkomulag um gerð samninga til styttri tíma. Fundur stóð þó enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gærkvöld að viðræður hefðu strandað á sjávarútvegsmálum. Sátt hefði getað náðst um öll önnur atriði. „Það er furðulegt að LÍÚ skuli stilla upp þessu stóra ágreiningsmáli til áratuga sem fyrirstöðu við kjarasamninga og koma þannig í veg fyrir þær miklu kjarabætur sem fólust í langtímasamningum.“ Jóhanna segir mikil vonbrigði að samningar til þriggja ára hafi mistekist en ríkisstjórnin hafi lagt sig alla fram til að tryggja frið og stöðugleika á vinnumarkaðnum. „Málið strandaði á óbilgirni LÍÚ vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það stóð ekkert annað út af,“ segir Jóhanna. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í gærkvöld að niðurstaðan væri vonbrigði. Hann sagði þungt yfir mönnum við samningaborðið. Sjaldan hefði sést önnur eins árás á sjávarútveginn eins og í upphafsorðum sáttaplaggs ríkisstjórnarinnar sem lagt var fyrir samningamenn í gær. „Það varð ljóst að málin þróuðust fljótt yfir í umræður um samkomulag til skamms tíma,“ sagði Vilhjálmur. „Við komumst ekkert úr sporunum með sjávarútvegsmálin, samgönguframkvæmdir eða orkumál.“ SA sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem harmað er að ríkisstjórnin skuli ekki hafa komið til móts við atvinnurekendur í málefnum sjávarútvegs.- sv Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða fljótlega í næsta mánuði. Frumvarpið felur í sér að úthlutun á aflaheimildum verði breytt í nýtingarheimildir samkvæmt samningum til afmarkaðs tíma. - sv Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Óvissa ríkti enn í kjaraviðræðum Alþýðusambandsins (ASÍ) og Samtaka atvinnulífisins (SA) í gærkvöld. Kjarasamningur til þriggja ára var sleginn út af borðinu síðdegis í gær og ekki hafði náðst samkomulag um gerð samninga til styttri tíma. Fundur stóð þó enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gærkvöld að viðræður hefðu strandað á sjávarútvegsmálum. Sátt hefði getað náðst um öll önnur atriði. „Það er furðulegt að LÍÚ skuli stilla upp þessu stóra ágreiningsmáli til áratuga sem fyrirstöðu við kjarasamninga og koma þannig í veg fyrir þær miklu kjarabætur sem fólust í langtímasamningum.“ Jóhanna segir mikil vonbrigði að samningar til þriggja ára hafi mistekist en ríkisstjórnin hafi lagt sig alla fram til að tryggja frið og stöðugleika á vinnumarkaðnum. „Málið strandaði á óbilgirni LÍÚ vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það stóð ekkert annað út af,“ segir Jóhanna. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í gærkvöld að niðurstaðan væri vonbrigði. Hann sagði þungt yfir mönnum við samningaborðið. Sjaldan hefði sést önnur eins árás á sjávarútveginn eins og í upphafsorðum sáttaplaggs ríkisstjórnarinnar sem lagt var fyrir samningamenn í gær. „Það varð ljóst að málin þróuðust fljótt yfir í umræður um samkomulag til skamms tíma,“ sagði Vilhjálmur. „Við komumst ekkert úr sporunum með sjávarútvegsmálin, samgönguframkvæmdir eða orkumál.“ SA sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem harmað er að ríkisstjórnin skuli ekki hafa komið til móts við atvinnurekendur í málefnum sjávarútvegs.- sv Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða fljótlega í næsta mánuði. Frumvarpið felur í sér að úthlutun á aflaheimildum verði breytt í nýtingarheimildir samkvæmt samningum til afmarkaðs tíma. - sv
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira