Jóhanna: Furðuleg afstaða Samtaka atvinnulífsins 16. apríl 2011 07:15 Langtímasamningur SA og ASÍ er ekki lengur til umræðu. Unnið var að skammtímasamningi í gærkvöld. Forsætisráðherra sakar LÍÚ um óbilgirni. Framkvæmdastjóri SA segir stjórnvöld hafa ráðist á sjávarútveginn. Óvissa ríkti enn í kjaraviðræðum Alþýðusambandsins (ASÍ) og Samtaka atvinnulífisins (SA) í gærkvöld. Kjarasamningur til þriggja ára var sleginn út af borðinu síðdegis í gær og ekki hafði náðst samkomulag um gerð samninga til styttri tíma. Fundur stóð þó enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gærkvöld að viðræður hefðu strandað á sjávarútvegsmálum. Sátt hefði getað náðst um öll önnur atriði. „Það er furðulegt að LÍÚ skuli stilla upp þessu stóra ágreiningsmáli til áratuga sem fyrirstöðu við kjarasamninga og koma þannig í veg fyrir þær miklu kjarabætur sem fólust í langtímasamningum.“ Jóhanna segir mikil vonbrigði að samningar til þriggja ára hafi mistekist en ríkisstjórnin hafi lagt sig alla fram til að tryggja frið og stöðugleika á vinnumarkaðnum. „Málið strandaði á óbilgirni LÍÚ vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það stóð ekkert annað út af,“ segir Jóhanna. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í gærkvöld að niðurstaðan væri vonbrigði. Hann sagði þungt yfir mönnum við samningaborðið. Sjaldan hefði sést önnur eins árás á sjávarútveginn eins og í upphafsorðum sáttaplaggs ríkisstjórnarinnar sem lagt var fyrir samningamenn í gær. „Það varð ljóst að málin þróuðust fljótt yfir í umræður um samkomulag til skamms tíma,“ sagði Vilhjálmur. „Við komumst ekkert úr sporunum með sjávarútvegsmálin, samgönguframkvæmdir eða orkumál.“ SA sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem harmað er að ríkisstjórnin skuli ekki hafa komið til móts við atvinnurekendur í málefnum sjávarútvegs.- sv Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða fljótlega í næsta mánuði. Frumvarpið felur í sér að úthlutun á aflaheimildum verði breytt í nýtingarheimildir samkvæmt samningum til afmarkaðs tíma. - sv Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Óvissa ríkti enn í kjaraviðræðum Alþýðusambandsins (ASÍ) og Samtaka atvinnulífisins (SA) í gærkvöld. Kjarasamningur til þriggja ára var sleginn út af borðinu síðdegis í gær og ekki hafði náðst samkomulag um gerð samninga til styttri tíma. Fundur stóð þó enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gærkvöld að viðræður hefðu strandað á sjávarútvegsmálum. Sátt hefði getað náðst um öll önnur atriði. „Það er furðulegt að LÍÚ skuli stilla upp þessu stóra ágreiningsmáli til áratuga sem fyrirstöðu við kjarasamninga og koma þannig í veg fyrir þær miklu kjarabætur sem fólust í langtímasamningum.“ Jóhanna segir mikil vonbrigði að samningar til þriggja ára hafi mistekist en ríkisstjórnin hafi lagt sig alla fram til að tryggja frið og stöðugleika á vinnumarkaðnum. „Málið strandaði á óbilgirni LÍÚ vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það stóð ekkert annað út af,“ segir Jóhanna. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í gærkvöld að niðurstaðan væri vonbrigði. Hann sagði þungt yfir mönnum við samningaborðið. Sjaldan hefði sést önnur eins árás á sjávarútveginn eins og í upphafsorðum sáttaplaggs ríkisstjórnarinnar sem lagt var fyrir samningamenn í gær. „Það varð ljóst að málin þróuðust fljótt yfir í umræður um samkomulag til skamms tíma,“ sagði Vilhjálmur. „Við komumst ekkert úr sporunum með sjávarútvegsmálin, samgönguframkvæmdir eða orkumál.“ SA sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem harmað er að ríkisstjórnin skuli ekki hafa komið til móts við atvinnurekendur í málefnum sjávarútvegs.- sv Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða fljótlega í næsta mánuði. Frumvarpið felur í sér að úthlutun á aflaheimildum verði breytt í nýtingarheimildir samkvæmt samningum til afmarkaðs tíma. - sv
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira