Það er afar ólíklegt að lokið verði við gerð kjarasamninga VR við viðsemjendur sína í dag, segir Stefán Einar Stefánsson, formaður VR. „Það eru ennþá lausir endar sem þarf að hnýta,“ segir Stefán Einar í samtali við Vísi. Hann tekur þó skýrt fram að það það sé vilji beggja aðila að vinna sameiginlega að lausn kjaradeilunnar. Samningafundir aðila vinnumarkaðarins hafa staðið yfir í Karphúsinu í allan dag og er búist við því að þeir standi áfram fram á kvöld.
Samningum ekki lokið í dag
Jón Hákon Halldórsson skrifar
