Ráðherra sakaður um afskipti af sölu 9. september 2011 06:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn flokksins voru gagnrýnir á fjármálaráðherra og sögðu hann hafa átt óeðlilega aðkomu að sölu HS Orku til Magma. fréttablaðið/anton Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kröfðust þess að fjármálaráðherra gæfi þeim munnlega skýrslu um aðkomu sína að kaupum Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Vitnuðu þeir í frétt Morgunblaðsins, þar sem segir að Steingrímur J. Sigfússon hafi verið í leynimakki vegna málsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að fjármálaráðherra hafi lagt blessun sína yfir að Magma eignaðist helmingshlut í HS Orku. Það hafi brotið í bága við yfirlýsingar umhverfisráðherra um pólitískan vilji fyrir því að fyrirtækið væri í innlendri eigu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði í Morgunblaðið þar sem sagt var að fjármálaráðherra hefði krafist fjölbreytni í viðskiptahópi fyrirtækisins. Steingrímur segir það af og frá. Stjórnvöld hafi reynt að koma saman eigendahópi til að tryggja að HS Orka yrði að meirihluta, eða að minnsta kosti að helmingi, í eigu innlendra aðila. Það hafi öllum átt að vera ljóst, enda hafi verið margfjallað um málið í fjölmiðlum. „Að öðru leyti var ekki fjallað um áform fyrirtækisins. Það var ekki verið að reyna að stýra því í hvað rafmagnið færi. Ég ræddi við Beaty [forstjóra Magma Energy] um almennar áherslur okkar um að auka fjölbreytni í orkunotkun. Beaty var sammála því, sem og því að æskilegt væri að fá sem hæst orkuverð. Þetta voru á engan hátt inngrip stjórnvalda," segir Steingrímur. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir allar hugmyndir stjórnvalda um orkusölu fyrirtækisins hafa verið hluta af framtíðarsýn, færi svo að ríkið gengi á einhvern hátt inn í kaupin. „Menn voru að skoða alvarlega hvort hægt væri að ná saman hópi opinberra aðila, lífeyrissjóða, sveitarfélaga og ríkis, til að tryggja að fyrirtækið færi ekki í eigu erlendra aðila. Allir vita hvernig fór." Katrín segir fráleitt að tala um óeðlileg afskipti ráðherra. „Ég veit ekki til að fjármálaráðherra hafi einhver tök á að gefa HS orku einhver fyrirmæli." kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kröfðust þess að fjármálaráðherra gæfi þeim munnlega skýrslu um aðkomu sína að kaupum Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Vitnuðu þeir í frétt Morgunblaðsins, þar sem segir að Steingrímur J. Sigfússon hafi verið í leynimakki vegna málsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að fjármálaráðherra hafi lagt blessun sína yfir að Magma eignaðist helmingshlut í HS Orku. Það hafi brotið í bága við yfirlýsingar umhverfisráðherra um pólitískan vilji fyrir því að fyrirtækið væri í innlendri eigu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði í Morgunblaðið þar sem sagt var að fjármálaráðherra hefði krafist fjölbreytni í viðskiptahópi fyrirtækisins. Steingrímur segir það af og frá. Stjórnvöld hafi reynt að koma saman eigendahópi til að tryggja að HS Orka yrði að meirihluta, eða að minnsta kosti að helmingi, í eigu innlendra aðila. Það hafi öllum átt að vera ljóst, enda hafi verið margfjallað um málið í fjölmiðlum. „Að öðru leyti var ekki fjallað um áform fyrirtækisins. Það var ekki verið að reyna að stýra því í hvað rafmagnið færi. Ég ræddi við Beaty [forstjóra Magma Energy] um almennar áherslur okkar um að auka fjölbreytni í orkunotkun. Beaty var sammála því, sem og því að æskilegt væri að fá sem hæst orkuverð. Þetta voru á engan hátt inngrip stjórnvalda," segir Steingrímur. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir allar hugmyndir stjórnvalda um orkusölu fyrirtækisins hafa verið hluta af framtíðarsýn, færi svo að ríkið gengi á einhvern hátt inn í kaupin. „Menn voru að skoða alvarlega hvort hægt væri að ná saman hópi opinberra aðila, lífeyrissjóða, sveitarfélaga og ríkis, til að tryggja að fyrirtækið færi ekki í eigu erlendra aðila. Allir vita hvernig fór." Katrín segir fráleitt að tala um óeðlileg afskipti ráðherra. „Ég veit ekki til að fjármálaráðherra hafi einhver tök á að gefa HS orku einhver fyrirmæli." kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira