Réttmæti neyðarlaganna í umræðu fyrir Hæstarétti 9. september 2011 05:00 Fjöldi breskra og hollenskra lögmanna fylgdist með málflutningnum í Hæstarétti í gær. Þýddu túlkar það sem fram fór en eftir því sem næst verður komist hefur það ekki verið gert áður í Hæstarétti. Þá var málflutningurinn tekinn upp sem er einnig nýmæli. Fréttablaðið/GVA Málflutningur fór fram í gær fyrir Hæstarétti í máli almennra kröfuhafa í þrotabú gamla Landsbankans sem krefjast þess að innstæður á Icesave-reikningunum verði ekki metnar sem forgangskröfur í búið. Í neyðarlögunum sem sett voru í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 var kveðið á um forgang innstæðna. Því er tekist á um hvort neyðarlögin standist stjórnarskrá. Verði neyðarlögunum hnekkt vonast kröfuhafar til að fá allt að þriðjung upp í sínar kröfur en haldi þau gildi sínu rennur stærstur hluti þeirra fjármuna til breskra og hollenskra stjórnvalda sem endurgreiddu eigendum innstæðna á Icesave-reikningunum tap þeirra vegna reikninganna. Vinni almennir kröfuhafar málið er því viðbúið að mögulegt tap íslenska ríkisins vegna dómsmáls varðandi Icesave aukist um hundruð milljarða. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði almennum kröfuhöfum í óhag 27. apríl síðastliðinn en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að líta þyrfti til eðlis neyðarlaganna og þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið í íslensku samfélagi þegar þau voru sett. Þá hafi þau verið sett með stjórnskipulega réttum hætti. Þegar dómur Héraðsdóms lá fyrir sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, um mikilvægan áfanga að ræða. Það yrði gríðarlegt áfall fyrir íslenska þjóð ef neyðarlögin myndu bresta. Breska dagblaðið Telegraph sagði í gær að málinu yrði áfram áfrýjað til Evrópudómstólsins staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðsdóms. Málflutningur hófst klukkan átta í gærmorgun og stóð langt fram eftir degi. Sjö dómarar hlýddu á en óalgengt er að svo fjölmennur dómur taki fyrir mál. Málflutningurinn í dag beindist að innstæðum á Icesave-reikningum í Bretlandi en á morgun verður tekið fyrir sambærilegt mál sem beinist að innstæðum í Hollandi. Nærri eitt hundrað almennir kröfuhafar standa að baki málinu sem er beint gegn slitastjórn Landsbankans. Telja kröfuhafarnir að með setningu neyðarlaganna hafi stjórnvöld skert verðmæti í þeirra eigu og þar með valdið þeim umtalsverðu tjóni á ólögmætan hátt. Fyrir hönd kröfuhafanna tóku til máls hæstaréttarlögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson, Arnar Þór Jónsson, Óttar Yngvason, Eyvindur Sólnes og Gunnar Jónsson. Vísuðu þeir meðal annars til eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og jafnræðisreglunnar. Þá sagði Ragnar ekki hafa verið sýnt fram á að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þeirra úrræða sem gripið var til. Vægari úrræði hefðu náð fram sömu markmiðum. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Málflutningur fór fram í gær fyrir Hæstarétti í máli almennra kröfuhafa í þrotabú gamla Landsbankans sem krefjast þess að innstæður á Icesave-reikningunum verði ekki metnar sem forgangskröfur í búið. Í neyðarlögunum sem sett voru í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 var kveðið á um forgang innstæðna. Því er tekist á um hvort neyðarlögin standist stjórnarskrá. Verði neyðarlögunum hnekkt vonast kröfuhafar til að fá allt að þriðjung upp í sínar kröfur en haldi þau gildi sínu rennur stærstur hluti þeirra fjármuna til breskra og hollenskra stjórnvalda sem endurgreiddu eigendum innstæðna á Icesave-reikningunum tap þeirra vegna reikninganna. Vinni almennir kröfuhafar málið er því viðbúið að mögulegt tap íslenska ríkisins vegna dómsmáls varðandi Icesave aukist um hundruð milljarða. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði almennum kröfuhöfum í óhag 27. apríl síðastliðinn en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að líta þyrfti til eðlis neyðarlaganna og þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið í íslensku samfélagi þegar þau voru sett. Þá hafi þau verið sett með stjórnskipulega réttum hætti. Þegar dómur Héraðsdóms lá fyrir sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, um mikilvægan áfanga að ræða. Það yrði gríðarlegt áfall fyrir íslenska þjóð ef neyðarlögin myndu bresta. Breska dagblaðið Telegraph sagði í gær að málinu yrði áfram áfrýjað til Evrópudómstólsins staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðsdóms. Málflutningur hófst klukkan átta í gærmorgun og stóð langt fram eftir degi. Sjö dómarar hlýddu á en óalgengt er að svo fjölmennur dómur taki fyrir mál. Málflutningurinn í dag beindist að innstæðum á Icesave-reikningum í Bretlandi en á morgun verður tekið fyrir sambærilegt mál sem beinist að innstæðum í Hollandi. Nærri eitt hundrað almennir kröfuhafar standa að baki málinu sem er beint gegn slitastjórn Landsbankans. Telja kröfuhafarnir að með setningu neyðarlaganna hafi stjórnvöld skert verðmæti í þeirra eigu og þar með valdið þeim umtalsverðu tjóni á ólögmætan hátt. Fyrir hönd kröfuhafanna tóku til máls hæstaréttarlögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson, Arnar Þór Jónsson, Óttar Yngvason, Eyvindur Sólnes og Gunnar Jónsson. Vísuðu þeir meðal annars til eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og jafnræðisreglunnar. Þá sagði Ragnar ekki hafa verið sýnt fram á að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þeirra úrræða sem gripið var til. Vægari úrræði hefðu náð fram sömu markmiðum. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði