Innlent

Skoða tillögur um byggingu unglingafangelsis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur segir að báðar tillögurnar séu til skoðunar.
Guðbjartur segir að báðar tillögurnar séu til skoðunar.
Velferðarráðherra skoðar um þessar mundir tillögur til úrbóta í barnaverndamálum. Eins og Vísir greindi frá um síðustu helgi hefur Barnaverndastofa sent ráðherranum geinargerð með tillögum til úrbóta.

Tillögurnar miða ekki síst að því að styrkja úrræði fyrir unglinga sem svara illa meðferð og þurfa ítrekað þjónustu. Þá leggur Barnaverndastofa til að komið verði á fót stofnun þar sem hægt verði að vista unglinga undir lögaldri sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eða dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Barnaverndastofa segir að slík stofnun sé nauðsynleg til þess að hægt sé að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

„Þetta eru í raun tvær tillögur. Það var þarna tillaga um að styrka Stuðla og víkka stofnunina út. Og bæta við fagfólki til að geta greint betur í sundur hópinn sem þar er í þvingaðri innlögn. Hins vegar var tillaga um að byggja sérstofnun yfir verkefnið. Þetta hvorutveggja er í skoðun og verður í skoðun við fjárlagagerðina,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.




Tengdar fréttir

Þörf á unglingafangelsi

Ný stofnun þar sem hægt væri að vista fanga undir átján ára aldri er nauðsynleg til þess að hægt sé að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Slík stofnun er meðal þeirra úrræða sem Barnaverndarstofa bendir á að greinagerð til velferðarráðuneytisins um úrbætur í barnaverndarmálum. Greinargerðinni var dreift á Alþingi í gær. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að tvær tillögur felist í greinagerðinni. Sú fyrri miði að því að hægt verði að lögfesta Barnasáttmálann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×