Fyrrum sambýlismaður Sivjar neitar sök 9. september 2011 10:08 Þorsteinn í héraðsdómi í morgun mynd/stöð2 Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, segist saklaus af ákærum um brot á friðhelgi einkalífsins og brot á fjarskiptalögum. Ákæra gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þorsteinn er meðal annars grunaður um að hafa njósnað um fyrrum sambýliskonu sína, en þau voru í sambúð í tuttugu og sex ár. Ákæran var gefin út í júní síðastliðnum en þar er Þorsteinn ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum fyrir að hafa án heimildar komið fyrir svokölluðum ökurita með GPS tæki í bíl sem Siv hafði til umráða án vitneskju hennar og gat hann þannig fylgst með ferðum bílsins, sem er af gerðinni Skoda Octavia. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Ökuritinn er síðan tengdur tölvu þannig að notandinn getur fylgst með ferðum bílsins aftur í tímann, frá því að ökuritanum er komið fyrir. Með GPS tengingu, eins og í umræddu tilviki, er hægt að fylgjast nákvæmlega með ferðum bílsins. Rannsókn málsins stóð yfir hluta síðasta vetrar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og var Þorsteinn meðal annars boðaður í skýrslutöku og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttur á heimili sitt af þónokkru liði lögreglumanna. Samkvæmt heimildum hefur Þorsteinn haldið því fram að hann hafi ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar hjá lögreglu. Þorsteinn var síðan mættur ásamt verjanda sínum í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þar sem málið gegn honum var þingfest. Dómari spurði Þorstein þá um afstöðu sína gegn ákærunni og lýsti hann sig saklausan af ákæruliðum. Aðalmeðferð í málinu var ákveðinn þann ellefta október næstkomandi. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, segist saklaus af ákærum um brot á friðhelgi einkalífsins og brot á fjarskiptalögum. Ákæra gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þorsteinn er meðal annars grunaður um að hafa njósnað um fyrrum sambýliskonu sína, en þau voru í sambúð í tuttugu og sex ár. Ákæran var gefin út í júní síðastliðnum en þar er Þorsteinn ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum fyrir að hafa án heimildar komið fyrir svokölluðum ökurita með GPS tæki í bíl sem Siv hafði til umráða án vitneskju hennar og gat hann þannig fylgst með ferðum bílsins, sem er af gerðinni Skoda Octavia. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Ökuritinn er síðan tengdur tölvu þannig að notandinn getur fylgst með ferðum bílsins aftur í tímann, frá því að ökuritanum er komið fyrir. Með GPS tengingu, eins og í umræddu tilviki, er hægt að fylgjast nákvæmlega með ferðum bílsins. Rannsókn málsins stóð yfir hluta síðasta vetrar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og var Þorsteinn meðal annars boðaður í skýrslutöku og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttur á heimili sitt af þónokkru liði lögreglumanna. Samkvæmt heimildum hefur Þorsteinn haldið því fram að hann hafi ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar hjá lögreglu. Þorsteinn var síðan mættur ásamt verjanda sínum í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þar sem málið gegn honum var þingfest. Dómari spurði Þorstein þá um afstöðu sína gegn ákærunni og lýsti hann sig saklausan af ákæruliðum. Aðalmeðferð í málinu var ákveðinn þann ellefta október næstkomandi.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira