Segja þöggun hafa átt sér stað innan íþróttafélaga 2. ágúst 2011 06:00 Að minnsta kosti þrjú kynferðisbrotamál innan hafnfirskra íþróttafélaga hafa komið inn á borð ÍBH á síðustu þremur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Vísir/Daníel Hvernig hefur verið tekið á tilkynningum um kynferðisbrot innan íþróttafélaga? Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hefur sett nefnd á laggirnar til að móta starfsreglur sem miða að viðbrögðum við ásökunum um einelti og kynferðisbrot. Alls hafa komið inn þrjú mál á borð ÍBH á síðustu þremur árum og í öllum tilvikum var þeim þjálfurum sem komu að málunum sagt upp störfum. Ekki hafa þó allir sömu sögu að segja. Aðilar hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) og Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar segja að þöggun hafi átt sér stað innan félaganna og hjá foreldrum nemenda þegar ásakanir á hendur þjálfara tóku að berast. Róbert McKee, sem var í foreldrafélagi SH, segir að einungis nokkrum mánuðum eftir að nýr yfirþjálfari tók við árið 2004 hafi kvartanir tekið að berast frá nemendum vegna kynferðislegs áreitis af hálfu þjálfarans. Kvenkyns nemendur sökuðu manninn um að strjúka þeim og koma með óviðeigandi ummæli undir því yfirskini að hann væri að nudda þær. „Margir krakkar hættu," segir Róbert. „Og menn tóku ekki á því. Stjórnin vildi vinna málið innan frá." Róbert segir að þrátt fyrir ásakanirnar hafi viðbrögðin verið á þá leið að aðferðir mannsins hlytu bara að vera viðtekin venja í hans landi og fólk þyrfti bara að taka því. „En það eru jú lög á Íslandi sem ber að fylgja og ef við verðum vís að einhverju svona ber okkur að tilkynna það, sem ég og gerði. Það var okkar skylda að gæta hagsmuna barnanna." Róbert tilkynnti málið til barnaverndaryfirvalda og annarra stofnana bæjarins. Hann segist sjálfur nánast hafa verið lagður í einelti eftir að hafa fylgt málinu eftir, menn hafi viljað þagga það niður frá upphafi. Þjálfarinn var að lokum tilkynntur til lögreglu eftir að upp komst um samband hans við sautján ára nemanda sinn. Hann var þá kallaður á fund stjórnar SH, þar sem honum var vikið úr starfi. Hann hafði þá unnið sem yfirþjálfari hjá félaginu í fjögur ár. Margt er líkt með máli sundþjálfarans og því sem upp kom hjá Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar árið 2008. Hnefaleikaþjálfari, erlendur maður á fertugsaldri, var ráðinn til félagsins árið 2005 og segir Ágústa Hera Birgisdóttir, formaður félagsins, kvartanir af hálfu nemenda hafa tekið að berast fljótt. Tvær fjórtán ára stúlkur hjá félaginu kærðu manninn fyrir kynferðislega áreitni skömmu eftir að hann hóf störf. Manninum var þá vikið tímabundið úr starfi á meðan lögreglan rannsakaði málið, sem að lokum var látið niður falla. Ágústa segir að krafa foreldra innan félagsins um að fá manninn aftur til starfa hafi verið slík að farið hafi verið af stað með undirskriftalista til stuðnings honum. „Hann fór aftur að þjálfa hjá okkur. Svo fór að berast orðrómur um fleiri konur sem hann áreitti," segir Ágústa. „Ég fór að spyrjast fyrir og endaði á því að fá nöfn um fimmtán kvenna." Ágústa tilkynnti málið til forsvarsmanna félagsins og var maðurinn þá látinn fara í annað sinn. „Viðbrögðin frá foreldrum og eldri iðkendum voru ótrúleg," segir Ágústa. „Við þurftum að verja ákvörðun okkar um að láta hann fara. Fólki nægði ekki að heyra að hann var að áreita konur." Ágústa hefur svipaða sögu að segja og Róbert, en fólk byrjaði að snúast gegn henni í kjölfar málsins og reyndi að réttlæta gjörðir mannsins með því að bera við menningarlegum mun. Hún segir eggjum hafa verið kastað í hús sitt og nafnlausar símhringingar hafa borist henni á nóttunni. Hrafnkell Marinósson, formaður ÍBH, staðfestir að bæði málin hafi komið inn á borð til þeirra. „En það má segja að mál SH hafi hrundið af stað þeirri vinnu sem við höfum unnið í tvö ár," segir Hrafnkell. „Fólk áttar sig nú á því að hér er teymi sem er tilbúið að taka á svona málum. Svona hegðun á maður ekki að sætta sig við," segir Hrafnkell. sunna@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Hvernig hefur verið tekið á tilkynningum um kynferðisbrot innan íþróttafélaga? Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hefur sett nefnd á laggirnar til að móta starfsreglur sem miða að viðbrögðum við ásökunum um einelti og kynferðisbrot. Alls hafa komið inn þrjú mál á borð ÍBH á síðustu þremur árum og í öllum tilvikum var þeim þjálfurum sem komu að málunum sagt upp störfum. Ekki hafa þó allir sömu sögu að segja. Aðilar hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) og Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar segja að þöggun hafi átt sér stað innan félaganna og hjá foreldrum nemenda þegar ásakanir á hendur þjálfara tóku að berast. Róbert McKee, sem var í foreldrafélagi SH, segir að einungis nokkrum mánuðum eftir að nýr yfirþjálfari tók við árið 2004 hafi kvartanir tekið að berast frá nemendum vegna kynferðislegs áreitis af hálfu þjálfarans. Kvenkyns nemendur sökuðu manninn um að strjúka þeim og koma með óviðeigandi ummæli undir því yfirskini að hann væri að nudda þær. „Margir krakkar hættu," segir Róbert. „Og menn tóku ekki á því. Stjórnin vildi vinna málið innan frá." Róbert segir að þrátt fyrir ásakanirnar hafi viðbrögðin verið á þá leið að aðferðir mannsins hlytu bara að vera viðtekin venja í hans landi og fólk þyrfti bara að taka því. „En það eru jú lög á Íslandi sem ber að fylgja og ef við verðum vís að einhverju svona ber okkur að tilkynna það, sem ég og gerði. Það var okkar skylda að gæta hagsmuna barnanna." Róbert tilkynnti málið til barnaverndaryfirvalda og annarra stofnana bæjarins. Hann segist sjálfur nánast hafa verið lagður í einelti eftir að hafa fylgt málinu eftir, menn hafi viljað þagga það niður frá upphafi. Þjálfarinn var að lokum tilkynntur til lögreglu eftir að upp komst um samband hans við sautján ára nemanda sinn. Hann var þá kallaður á fund stjórnar SH, þar sem honum var vikið úr starfi. Hann hafði þá unnið sem yfirþjálfari hjá félaginu í fjögur ár. Margt er líkt með máli sundþjálfarans og því sem upp kom hjá Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar árið 2008. Hnefaleikaþjálfari, erlendur maður á fertugsaldri, var ráðinn til félagsins árið 2005 og segir Ágústa Hera Birgisdóttir, formaður félagsins, kvartanir af hálfu nemenda hafa tekið að berast fljótt. Tvær fjórtán ára stúlkur hjá félaginu kærðu manninn fyrir kynferðislega áreitni skömmu eftir að hann hóf störf. Manninum var þá vikið tímabundið úr starfi á meðan lögreglan rannsakaði málið, sem að lokum var látið niður falla. Ágústa segir að krafa foreldra innan félagsins um að fá manninn aftur til starfa hafi verið slík að farið hafi verið af stað með undirskriftalista til stuðnings honum. „Hann fór aftur að þjálfa hjá okkur. Svo fór að berast orðrómur um fleiri konur sem hann áreitti," segir Ágústa. „Ég fór að spyrjast fyrir og endaði á því að fá nöfn um fimmtán kvenna." Ágústa tilkynnti málið til forsvarsmanna félagsins og var maðurinn þá látinn fara í annað sinn. „Viðbrögðin frá foreldrum og eldri iðkendum voru ótrúleg," segir Ágústa. „Við þurftum að verja ákvörðun okkar um að láta hann fara. Fólki nægði ekki að heyra að hann var að áreita konur." Ágústa hefur svipaða sögu að segja og Róbert, en fólk byrjaði að snúast gegn henni í kjölfar málsins og reyndi að réttlæta gjörðir mannsins með því að bera við menningarlegum mun. Hún segir eggjum hafa verið kastað í hús sitt og nafnlausar símhringingar hafa borist henni á nóttunni. Hrafnkell Marinósson, formaður ÍBH, staðfestir að bæði málin hafi komið inn á borð til þeirra. „En það má segja að mál SH hafi hrundið af stað þeirri vinnu sem við höfum unnið í tvö ár," segir Hrafnkell. „Fólk áttar sig nú á því að hér er teymi sem er tilbúið að taka á svona málum. Svona hegðun á maður ekki að sætta sig við," segir Hrafnkell. sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira