Íslendingar næsthamingjusamastir á eftir Dönum 15. október 2011 08:30 Íslendingar eru næst hamingjusamasta þjóð heims að mati OECD. Lífskjör þykja hins vegar betri í fimmtán öðrum löndum. Fréttablaðið/Anton Íslendingar eru næsthamingjusamasta þjóð veraldar á eftir Dönum. Þetta er niðurstaða Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) sem hefur gefið út skýrslu um vellíðan og hamingju í 40 löndum víða um heim. Á eftir Dönum og Íslendingum koma Japanar, Indónesar, Hollendingar, Norðmenn og Svíar. Niðurstöðurnar byggja á svörum íbúa í löndunum við spurningum um líðan sína. Tyrkir, Eistar og Ungverjar voru óhamingjusamastir þeirra þjóða sem rannsakaðar voru. Í skýrslunni er einnig gerð tilraun til að mæla lífskjör í löndum OECD. Þar trónir Danmörk einnig á toppnum en Ísland er í 16. til 17. sæti ásamt Belgíu. Á eftir Danmörku koma Kanada og Noregur á lífskjaralistanum. Í skýrslunni er litið til ellefu þátta sem taldir eru hafa áhrif á hamingju og vellíðan. Þeirra á meðal eru tekjur, starfsumhverfi og húsnæði en einnig heilsa, menntun, samheldni þjóðfélags og hreinleiki umhverfis. Skýrslan, sem kom út á miðvikudag, er gefin út í tengslum við vinnu OECD við að hanna lífskjaramælikvarða sem eru víðtækari en verg landsframleiðsla. Meðal niðurstaðna skýrslunnar eru að það að vera í starfi er lykilatriði þegar kemur að vellíðan einstaklinga. Gott starf tryggir tekjur, hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og ýtir undir félagsleg tengsl. - mþl Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Íslendingar eru næsthamingjusamasta þjóð veraldar á eftir Dönum. Þetta er niðurstaða Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) sem hefur gefið út skýrslu um vellíðan og hamingju í 40 löndum víða um heim. Á eftir Dönum og Íslendingum koma Japanar, Indónesar, Hollendingar, Norðmenn og Svíar. Niðurstöðurnar byggja á svörum íbúa í löndunum við spurningum um líðan sína. Tyrkir, Eistar og Ungverjar voru óhamingjusamastir þeirra þjóða sem rannsakaðar voru. Í skýrslunni er einnig gerð tilraun til að mæla lífskjör í löndum OECD. Þar trónir Danmörk einnig á toppnum en Ísland er í 16. til 17. sæti ásamt Belgíu. Á eftir Danmörku koma Kanada og Noregur á lífskjaralistanum. Í skýrslunni er litið til ellefu þátta sem taldir eru hafa áhrif á hamingju og vellíðan. Þeirra á meðal eru tekjur, starfsumhverfi og húsnæði en einnig heilsa, menntun, samheldni þjóðfélags og hreinleiki umhverfis. Skýrslan, sem kom út á miðvikudag, er gefin út í tengslum við vinnu OECD við að hanna lífskjaramælikvarða sem eru víðtækari en verg landsframleiðsla. Meðal niðurstaðna skýrslunnar eru að það að vera í starfi er lykilatriði þegar kemur að vellíðan einstaklinga. Gott starf tryggir tekjur, hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og ýtir undir félagsleg tengsl. - mþl
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira