Erlent

Síðasta nautaatið í Barcelona

Þessi nautabani var stunginn undir hökuna og hornið kom út um munninn. Hann lifði.
Þessi nautabani var stunginn undir hökuna og hornið kom út um munninn. Hann lifði. mynd/afp
Tugþúsundir verða viðstaddir þegar spænskir nautabanar berjast við bola í síðasta sinn í Barcelona áður en bann við nautaati tekur gildi í norðausturhéraði Katalóníu.

Nautaatið verður háð í Momumental-nautaatshringnum í Barcelona á Spáni og er búist við tuttugu þúsund áhorfendum, en löngu uppselt er á viðburðinn. Margir þekktir nautabanar hafa boðað komu sína, þar á meðal hinn þekkti Jose Tomas.

Nautaatstímabilinu í Katalóníu-héraði lýkur í dag og því verður þetta síðasta nautaatið þar, þrátt fyrir að bannið taki ekki gildi fyrr en 1.janúar á næsta ári.

Þingið í héraðinu samþykkti bannið í fyrra en það tók málið fyrir eftir að hafa fengið undirskriftalista með 180 þúsund undirskriftum. Sigur andstæðinga nautaats var naumur.

68 mæltu með banninu, 55 voru á móti og níu sátu hjá. Katalónía er fyrsta héraðið á meginlandi Spánar sem bannar nautaat, en það var bannað á Kanaríeyjum árið 1991.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×