Rúnar: Vissi að við gætum gert tilkall til beggja titla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2011 19:13 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði það stóra stund fyrir uppalinn KR-ing að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Rúnar náði ekki í þann stóra sem leikmaður en hefur stýrt KR til sigurs í deild og bikar á sínu fyrsta heila tímabili með liðið. „Já, hún er hrikalega stór. Að vera uppalinn KR-ingur og ná þessum árangri með liðið er frábært. Ég er gríðarlega stoltur, aðallega af leikmönnunum, stjórn félagsins og þeim mönnum sem ég hef starfað með. Þeir hafa lagt mikið á sig og við unnið þetta vel saman. Ég er gríðarlega ánægður með árangurinn.“ Rúnar sagðist hafa haft trú á að liðið gæti gert góða hluti í sumar. „KR-liðið hefur verið mjög gott undanfarin ár. Þetta lið hefur verið í uppbyggingu frá því Logi (Ólafsson) kom hingað til starfa. Ég tók við af honum, hélt þessu gangandi og bætti við nokkrum áherslum sem hafa virkað ágætlega.“ „Ég hafði trú á því að við gætum endað svona í sumar. Kannski ekki með báða titlana en ég vissi að við gætum gert tilkall til beggja. Að vinna báða var kannski ekki það sem maður átti von á.“ Sigurganga KR í sumar hefur verið með ólíkindum. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni og fór alla leið í bikarnum. „Við erum með gott lið. Við lögðum upp með það í sumar að verða eitt af fjórum liðum sem væru að berjast um titilinn þegar að endanum kæmi. Við gerðum það og stóðum uppi sem sigurvegarar. Það hefðu allt eins getað verið Vestmannaeyjar, FH eða Valur þess vegna. Það eru mörg frábær lið í þessari deild. Við vissum að við værum eitt af þessum sem áttu möguleika.“ Óskar Örn Hauksson meiddist illa um mitt sumar og við það riðlaðist leikur KR-inga. Óskar Örn hafði spilað frábærlega og líklega verið besti leikmaður mótsins. „Það var gríðarlega slæmt fyrir okkur að missa hann. Við misstum bit á vinstri vængnum við það. Inn kom Björn Jónsson og Egill Jónsson kom sterkur inn. Dofri spilaði mikið. Við þurftum að gera breytingar en héldum þetta út. „Við áttum kannski ekki mikið af fallegum leikjum eftir þetta en vorum duglegir að safna stigum. Meðan hin liðin voru ekki að klára sína leiki héldum við toppsætinu. Við stigum svo upp í restina gegn Grindavík, úti í Eyjum, í Keflavík og aftur í dag. Þó svo að leikurinn í dag hafi ekki verið frábær þá höfum við spilað vel síðustu þrjá,“ sagði Rúnar Kristinsson og fór í Íslandsmeistaramyndatöku með liði sínu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði það stóra stund fyrir uppalinn KR-ing að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Rúnar náði ekki í þann stóra sem leikmaður en hefur stýrt KR til sigurs í deild og bikar á sínu fyrsta heila tímabili með liðið. „Já, hún er hrikalega stór. Að vera uppalinn KR-ingur og ná þessum árangri með liðið er frábært. Ég er gríðarlega stoltur, aðallega af leikmönnunum, stjórn félagsins og þeim mönnum sem ég hef starfað með. Þeir hafa lagt mikið á sig og við unnið þetta vel saman. Ég er gríðarlega ánægður með árangurinn.“ Rúnar sagðist hafa haft trú á að liðið gæti gert góða hluti í sumar. „KR-liðið hefur verið mjög gott undanfarin ár. Þetta lið hefur verið í uppbyggingu frá því Logi (Ólafsson) kom hingað til starfa. Ég tók við af honum, hélt þessu gangandi og bætti við nokkrum áherslum sem hafa virkað ágætlega.“ „Ég hafði trú á því að við gætum endað svona í sumar. Kannski ekki með báða titlana en ég vissi að við gætum gert tilkall til beggja. Að vinna báða var kannski ekki það sem maður átti von á.“ Sigurganga KR í sumar hefur verið með ólíkindum. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni og fór alla leið í bikarnum. „Við erum með gott lið. Við lögðum upp með það í sumar að verða eitt af fjórum liðum sem væru að berjast um titilinn þegar að endanum kæmi. Við gerðum það og stóðum uppi sem sigurvegarar. Það hefðu allt eins getað verið Vestmannaeyjar, FH eða Valur þess vegna. Það eru mörg frábær lið í þessari deild. Við vissum að við værum eitt af þessum sem áttu möguleika.“ Óskar Örn Hauksson meiddist illa um mitt sumar og við það riðlaðist leikur KR-inga. Óskar Örn hafði spilað frábærlega og líklega verið besti leikmaður mótsins. „Það var gríðarlega slæmt fyrir okkur að missa hann. Við misstum bit á vinstri vængnum við það. Inn kom Björn Jónsson og Egill Jónsson kom sterkur inn. Dofri spilaði mikið. Við þurftum að gera breytingar en héldum þetta út. „Við áttum kannski ekki mikið af fallegum leikjum eftir þetta en vorum duglegir að safna stigum. Meðan hin liðin voru ekki að klára sína leiki héldum við toppsætinu. Við stigum svo upp í restina gegn Grindavík, úti í Eyjum, í Keflavík og aftur í dag. Þó svo að leikurinn í dag hafi ekki verið frábær þá höfum við spilað vel síðustu þrjá,“ sagði Rúnar Kristinsson og fór í Íslandsmeistaramyndatöku með liði sínu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira