Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Chris Lee sagði skyndilega af sér síðastliðinn fimmtudag. Daginn áður birti slúðurvefurinn Gawker tölvupóst sem hann sendi til konu með mynd af sjálfum sér berum að ofan. Konunni hafði hann kynnst á samskiptavefnum Craigslist þar sem hún hafði auglýst eftir kynnum við karlmann.
Lee sendi frá sér stutta yfirlýsingu þar sem hann bað fjölskyldu sína og kjósendur afsökunar á mistökum sínum, án þess þó að viðurkenna hvort eitthvað væri hæft í umfjöllun slúðurvefsins.- gb
Sendi konu mynd af sér
