Enski boltinn

Liverpool-liðið fer til Asíu í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool hefur gefið það út að liðið fari til Asíu á undirbúningstímabilinu fyrir næsta tímabil. Liverpool mun spila æfingaleiki í Kína, Malasíu og Suður-Kóreu en ensku úrvalsdeildarliðin eru gríðarlega vinsæl í þessum hluta heimsins.

Æfingaferðin verður farin í júlímánuði en tímabilið hefst síðan í ágúst. Liverpool spilar sinn fyrsta leik í Guangzhou í Kína en fer síðan til Kuala Lumpur í Malasíu og Seoul í Suður-Kóreu.

Liverpool fór síðast í æfingaferð til Asíu sumarið 2009 en liðið spilaði þá Tælandi og Singapúr.

Standard Chartered, stærsti auglýsingaðilinn á búningi Liverpool, lét það frá sér í síðustu viku að þeir vonuðust til þess þess að Liverpool kaupi asískan leikmann en það myndi örugglega stórauka áhugann á liðinu í Asíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×