Sannkölluð bylting í öryggismálum 28. október 2011 21:00 Varðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík í gær. Koma skipsins boðar nýja tíma fyrir öryggismál í íslenskri landhelgi. Þór hefur tvöfalt meiri dráttargetu en gömlu skipin, Týr og Ægir, og hefur á að skipa mengunarvarnarbúnaði af fullkomnustu gerð. Ferðin frá skipasmíðastöðinni Asmar í Síle tók mánuð þar sem sjö þúsund sjómílur voru lagðar að baki. Þór er eitt þróaðasta skip sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi og er meðal annars útbúið viðbragðsbúnaði til að bregðast við olíumengunarslysum og háþrýstivatnsdælum til slökkvistarfa á sjó. Auk þess er toggetan tvöfalt meiri en í gömlu skipunum. Allir þessir þættir eru til þess fallnir að sinna leitar- og björgunarhlutverki á Norðurslóðum, en skipasiglingar um og við íslensku landhelgina munu að öllum líkindum aukast mikið á komandi árum. Þegar nær dró og höfuðborgin blasti við úr brúarglugganum sagði Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á Þór, aðspurður að tilfinningin væri ólýsanleg. Hann sagði Þór boða nýja tíma fyrir Landhelgisgæsluna sem og íslenska þjóð. „Við erum núna komin yfir í 21. öldina. Týr, sem var okkar nýjasta skip, er nú 36 ára og var fullkominn á sínum tíma, en þrátt fyrir uppfærslur stenst hann ekki samanburð. Þór er 24 metrum lengri og ótrúlega mikill búnaður hér um borð til að þjónusta íslensku þjóðina. Olíumengunarbúnaðurinn er til dæmis sá fullkomnasti sem Íslendingar eiga." Ákveðið var að leggja út í smíði nýs varðskips árið 2005 og smíðin hófst í október 2007. Framkvæmdir gengu vel framan af og afhendingardagurinn var í augsýn í fyrravor. Þá varð jarðskjálfti með flóðbylgju í Síle sem olli miklum spjöllum og manntjóni. Þór var þá í þurrkví og slapp vel að mörgu leyti, en miklar vatnsskemmdir urðu innanborðs. Það tjón, auk gríðarlegra skemmda sem urðu á skipasmíðastöðinni sjálfri, tafði afhendinguna um rúmlega ár. Upphafleg kostnaðaráætlun var 30 milljónir evra, sem þá voru tæpir tveir milljarðar króna og var hugmyndin að nýta hluta söluandvirðis Símans til kaupanna. Áætlunin stóðst, í evrum talið, en síðan þá hafa gengismál vitanlega gjörbreyst og óvíst hver heildarkostnaðurinn verður í krónum talið. Þór lagði úr höfn hinn 28. september og sigldi sem leið lá í gegnum Panamaskurðinn, þaðan yfir Karíbahafið og norður eftir strönd Norður-Ameríku. Ferðin gekk vel að sögn skipverja þar sem einungis var vont í sjóinn suður af Grænlandi. Erfiðasti kaflinn var þó í Karíbahafinu þar sem hitinn náði allt að 40 gráðum. „Hefði ég þá frekar þegið bræluna," sagði Jón Árni Árnason háseti og hló við. Alls eru 18 manns í áhöfn á hverjum tíma og sögðust þeir skipverjar sem Fréttablaðið ræddi við afar ánægðir með nýja skipið. Þar sé öll aðstaða til fyrirmyndar. Meðal annars hefur hver skipverji sína eigin káetu með sturtu og salerni. Þá er þar líkamsræktaraðstaða, ljósabekkur og gufubað til að létta mönnum lífið um borð. Þór leggur úr höfn til skyldustarfa eftir rúma viku og verður siglt umhverfis Ísland og komið við í sjávarbyggðum landsins. Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
Varðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík í gær. Koma skipsins boðar nýja tíma fyrir öryggismál í íslenskri landhelgi. Þór hefur tvöfalt meiri dráttargetu en gömlu skipin, Týr og Ægir, og hefur á að skipa mengunarvarnarbúnaði af fullkomnustu gerð. Ferðin frá skipasmíðastöðinni Asmar í Síle tók mánuð þar sem sjö þúsund sjómílur voru lagðar að baki. Þór er eitt þróaðasta skip sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi og er meðal annars útbúið viðbragðsbúnaði til að bregðast við olíumengunarslysum og háþrýstivatnsdælum til slökkvistarfa á sjó. Auk þess er toggetan tvöfalt meiri en í gömlu skipunum. Allir þessir þættir eru til þess fallnir að sinna leitar- og björgunarhlutverki á Norðurslóðum, en skipasiglingar um og við íslensku landhelgina munu að öllum líkindum aukast mikið á komandi árum. Þegar nær dró og höfuðborgin blasti við úr brúarglugganum sagði Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á Þór, aðspurður að tilfinningin væri ólýsanleg. Hann sagði Þór boða nýja tíma fyrir Landhelgisgæsluna sem og íslenska þjóð. „Við erum núna komin yfir í 21. öldina. Týr, sem var okkar nýjasta skip, er nú 36 ára og var fullkominn á sínum tíma, en þrátt fyrir uppfærslur stenst hann ekki samanburð. Þór er 24 metrum lengri og ótrúlega mikill búnaður hér um borð til að þjónusta íslensku þjóðina. Olíumengunarbúnaðurinn er til dæmis sá fullkomnasti sem Íslendingar eiga." Ákveðið var að leggja út í smíði nýs varðskips árið 2005 og smíðin hófst í október 2007. Framkvæmdir gengu vel framan af og afhendingardagurinn var í augsýn í fyrravor. Þá varð jarðskjálfti með flóðbylgju í Síle sem olli miklum spjöllum og manntjóni. Þór var þá í þurrkví og slapp vel að mörgu leyti, en miklar vatnsskemmdir urðu innanborðs. Það tjón, auk gríðarlegra skemmda sem urðu á skipasmíðastöðinni sjálfri, tafði afhendinguna um rúmlega ár. Upphafleg kostnaðaráætlun var 30 milljónir evra, sem þá voru tæpir tveir milljarðar króna og var hugmyndin að nýta hluta söluandvirðis Símans til kaupanna. Áætlunin stóðst, í evrum talið, en síðan þá hafa gengismál vitanlega gjörbreyst og óvíst hver heildarkostnaðurinn verður í krónum talið. Þór lagði úr höfn hinn 28. september og sigldi sem leið lá í gegnum Panamaskurðinn, þaðan yfir Karíbahafið og norður eftir strönd Norður-Ameríku. Ferðin gekk vel að sögn skipverja þar sem einungis var vont í sjóinn suður af Grænlandi. Erfiðasti kaflinn var þó í Karíbahafinu þar sem hitinn náði allt að 40 gráðum. „Hefði ég þá frekar þegið bræluna," sagði Jón Árni Árnason háseti og hló við. Alls eru 18 manns í áhöfn á hverjum tíma og sögðust þeir skipverjar sem Fréttablaðið ræddi við afar ánægðir með nýja skipið. Þar sé öll aðstaða til fyrirmyndar. Meðal annars hefur hver skipverji sína eigin káetu með sturtu og salerni. Þá er þar líkamsræktaraðstaða, ljósabekkur og gufubað til að létta mönnum lífið um borð. Þór leggur úr höfn til skyldustarfa eftir rúma viku og verður siglt umhverfis Ísland og komið við í sjávarbyggðum landsins.
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira