Sannkölluð bylting í öryggismálum 28. október 2011 21:00 Varðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík í gær. Koma skipsins boðar nýja tíma fyrir öryggismál í íslenskri landhelgi. Þór hefur tvöfalt meiri dráttargetu en gömlu skipin, Týr og Ægir, og hefur á að skipa mengunarvarnarbúnaði af fullkomnustu gerð. Ferðin frá skipasmíðastöðinni Asmar í Síle tók mánuð þar sem sjö þúsund sjómílur voru lagðar að baki. Þór er eitt þróaðasta skip sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi og er meðal annars útbúið viðbragðsbúnaði til að bregðast við olíumengunarslysum og háþrýstivatnsdælum til slökkvistarfa á sjó. Auk þess er toggetan tvöfalt meiri en í gömlu skipunum. Allir þessir þættir eru til þess fallnir að sinna leitar- og björgunarhlutverki á Norðurslóðum, en skipasiglingar um og við íslensku landhelgina munu að öllum líkindum aukast mikið á komandi árum. Þegar nær dró og höfuðborgin blasti við úr brúarglugganum sagði Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á Þór, aðspurður að tilfinningin væri ólýsanleg. Hann sagði Þór boða nýja tíma fyrir Landhelgisgæsluna sem og íslenska þjóð. „Við erum núna komin yfir í 21. öldina. Týr, sem var okkar nýjasta skip, er nú 36 ára og var fullkominn á sínum tíma, en þrátt fyrir uppfærslur stenst hann ekki samanburð. Þór er 24 metrum lengri og ótrúlega mikill búnaður hér um borð til að þjónusta íslensku þjóðina. Olíumengunarbúnaðurinn er til dæmis sá fullkomnasti sem Íslendingar eiga." Ákveðið var að leggja út í smíði nýs varðskips árið 2005 og smíðin hófst í október 2007. Framkvæmdir gengu vel framan af og afhendingardagurinn var í augsýn í fyrravor. Þá varð jarðskjálfti með flóðbylgju í Síle sem olli miklum spjöllum og manntjóni. Þór var þá í þurrkví og slapp vel að mörgu leyti, en miklar vatnsskemmdir urðu innanborðs. Það tjón, auk gríðarlegra skemmda sem urðu á skipasmíðastöðinni sjálfri, tafði afhendinguna um rúmlega ár. Upphafleg kostnaðaráætlun var 30 milljónir evra, sem þá voru tæpir tveir milljarðar króna og var hugmyndin að nýta hluta söluandvirðis Símans til kaupanna. Áætlunin stóðst, í evrum talið, en síðan þá hafa gengismál vitanlega gjörbreyst og óvíst hver heildarkostnaðurinn verður í krónum talið. Þór lagði úr höfn hinn 28. september og sigldi sem leið lá í gegnum Panamaskurðinn, þaðan yfir Karíbahafið og norður eftir strönd Norður-Ameríku. Ferðin gekk vel að sögn skipverja þar sem einungis var vont í sjóinn suður af Grænlandi. Erfiðasti kaflinn var þó í Karíbahafinu þar sem hitinn náði allt að 40 gráðum. „Hefði ég þá frekar þegið bræluna," sagði Jón Árni Árnason háseti og hló við. Alls eru 18 manns í áhöfn á hverjum tíma og sögðust þeir skipverjar sem Fréttablaðið ræddi við afar ánægðir með nýja skipið. Þar sé öll aðstaða til fyrirmyndar. Meðal annars hefur hver skipverji sína eigin káetu með sturtu og salerni. Þá er þar líkamsræktaraðstaða, ljósabekkur og gufubað til að létta mönnum lífið um borð. Þór leggur úr höfn til skyldustarfa eftir rúma viku og verður siglt umhverfis Ísland og komið við í sjávarbyggðum landsins. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Varðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík í gær. Koma skipsins boðar nýja tíma fyrir öryggismál í íslenskri landhelgi. Þór hefur tvöfalt meiri dráttargetu en gömlu skipin, Týr og Ægir, og hefur á að skipa mengunarvarnarbúnaði af fullkomnustu gerð. Ferðin frá skipasmíðastöðinni Asmar í Síle tók mánuð þar sem sjö þúsund sjómílur voru lagðar að baki. Þór er eitt þróaðasta skip sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi og er meðal annars útbúið viðbragðsbúnaði til að bregðast við olíumengunarslysum og háþrýstivatnsdælum til slökkvistarfa á sjó. Auk þess er toggetan tvöfalt meiri en í gömlu skipunum. Allir þessir þættir eru til þess fallnir að sinna leitar- og björgunarhlutverki á Norðurslóðum, en skipasiglingar um og við íslensku landhelgina munu að öllum líkindum aukast mikið á komandi árum. Þegar nær dró og höfuðborgin blasti við úr brúarglugganum sagði Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á Þór, aðspurður að tilfinningin væri ólýsanleg. Hann sagði Þór boða nýja tíma fyrir Landhelgisgæsluna sem og íslenska þjóð. „Við erum núna komin yfir í 21. öldina. Týr, sem var okkar nýjasta skip, er nú 36 ára og var fullkominn á sínum tíma, en þrátt fyrir uppfærslur stenst hann ekki samanburð. Þór er 24 metrum lengri og ótrúlega mikill búnaður hér um borð til að þjónusta íslensku þjóðina. Olíumengunarbúnaðurinn er til dæmis sá fullkomnasti sem Íslendingar eiga." Ákveðið var að leggja út í smíði nýs varðskips árið 2005 og smíðin hófst í október 2007. Framkvæmdir gengu vel framan af og afhendingardagurinn var í augsýn í fyrravor. Þá varð jarðskjálfti með flóðbylgju í Síle sem olli miklum spjöllum og manntjóni. Þór var þá í þurrkví og slapp vel að mörgu leyti, en miklar vatnsskemmdir urðu innanborðs. Það tjón, auk gríðarlegra skemmda sem urðu á skipasmíðastöðinni sjálfri, tafði afhendinguna um rúmlega ár. Upphafleg kostnaðaráætlun var 30 milljónir evra, sem þá voru tæpir tveir milljarðar króna og var hugmyndin að nýta hluta söluandvirðis Símans til kaupanna. Áætlunin stóðst, í evrum talið, en síðan þá hafa gengismál vitanlega gjörbreyst og óvíst hver heildarkostnaðurinn verður í krónum talið. Þór lagði úr höfn hinn 28. september og sigldi sem leið lá í gegnum Panamaskurðinn, þaðan yfir Karíbahafið og norður eftir strönd Norður-Ameríku. Ferðin gekk vel að sögn skipverja þar sem einungis var vont í sjóinn suður af Grænlandi. Erfiðasti kaflinn var þó í Karíbahafinu þar sem hitinn náði allt að 40 gráðum. „Hefði ég þá frekar þegið bræluna," sagði Jón Árni Árnason háseti og hló við. Alls eru 18 manns í áhöfn á hverjum tíma og sögðust þeir skipverjar sem Fréttablaðið ræddi við afar ánægðir með nýja skipið. Þar sé öll aðstaða til fyrirmyndar. Meðal annars hefur hver skipverji sína eigin káetu með sturtu og salerni. Þá er þar líkamsræktaraðstaða, ljósabekkur og gufubað til að létta mönnum lífið um borð. Þór leggur úr höfn til skyldustarfa eftir rúma viku og verður siglt umhverfis Ísland og komið við í sjávarbyggðum landsins.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira