Erlent

Bíræfnir danskir þjófar stálu yfir 12 tonnum af koparvír

Lögreglan á Jótlandi leitar nú bíræfinna þjófa sem tókst að stela 12,6 tonnum af kopar úr verksmiðju í bænum Lösning.

Þetta er eitt mesta magn af málmi sem rænt hefur verið í einu lagi í sögu Danmerkur. Ránið átti sér stað um helgina þegar vaktaskipti voru í verksmiðjunni.

Að sögn lögreglunnar var ránið nákvæmlega skipulagt. Þjófunum tókst að komast undan á flutningabíl með 14 bretti af koparvír sem hvert um sig var 900 kíló að þyngd. Verðmæti þýfisins er talið nema yfir 12 milljónum króna.

Lögreglan hefur engin spor til að rekja í þessu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×