Skrímsli eru til rétt eins og dýrlingar 17. ágúst 2011 07:15 Ignacio López Moreno er nú langt kominn með myndskreytinguna sem hylur veggi Skrímslasetursins á Bíldudal. mynd/maría Skrímslasetrið á Bíldudal hefur tekið nokkrum stakkaskiptum síðustu daga. Þó að enn dúsi sömu skrímslin innan veggja eru nú önnur komin utan á safnið. Sá sem hefur laðað þessa vætti á veggina er þó enginn heimamaður, og þó. Þarna er að verki spænski myndlistarmaðurinn Ignacio López Moreno, sem jafnframt er prófessor við Háskólann í Murcia. „Þetta er í raun þakkarvottur minn til Bílddælinga, sem hafa tekið mér og konu minni af þvílíkum hlýhug að ég er farinn að kvíða fyrir brottför,“ segir Moreno. „Ég kom hingað í fyrravetur með rannsóknarstyrk upp á vasann og var þá hjálpað á allra handa máta. Þá dvaldi ég líka á Ísafirði og svo í Reykjavík. Síðan fór ég til Spánar og lauk doktorsritgerð minni en Íslandsdvölin setti mark sitt á hana.“ Það væsti ekki um hann hér á norðurhjara um miðjan vetur. „Nei, í raun var veturinn mun veðursælli en ég átti von á en þó er það hlýhugur Íslendinga sem kom mér mest á óvart. Sem dæmi um þetta get ég sagt að þegar ég kom aftur til Bíldudals nú í júlí var mér tekið eins og hverjum öðrum Bílddælingi sem væri kominn heim úr langri kaupstaðaferð.“ Skrímslaátrúnaður Bílddælinga kemur þó spænska fræðimanninum ekki spánskt fyrir sjónir. „Nei, í raun ekki. Mér sýnist að á Íslandi gegni skrímsli, tröll og aðrir vættir svipuðu hlutverki og dýrlingarnir á Spáni. Öll þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að þau sameina fólkið á ákveðnum svæðum undir ákveðnum formerkjum. Þannig eru skrímsli vissulega til að sama leyti og dýrlingurinn sem heiðraður er á þorpshátíðinni í mínu þorpi.“ Ekki ætlar Moreno að skilja öll skrímslin eftir fyrir vestan því hann ætlar að kynna þessi fyrirbæri fyrir fræðimönnum á sérstakri ráðstefnu í háskólanum Complutense í Madríd í október. „Þessi ráðstefna fjallar um skapandi borgir, Bíldudalur getur seint kallast borg en það skortir hvorki á sköpunargáfuna né sköpunargleðina. Ég vona bara að áheyrendur taki erindi mínu með opnum huga, það er kannski ekki hlaupið að því að tala um skrímsli á akademískum vettvangi eins og hver annar Gunnar væri. Vonandi fá þeir ekki á tilfinninguna að ég hafi gengið af göflunum hér á norðurhjara.“ jse@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Skrímslasetrið á Bíldudal hefur tekið nokkrum stakkaskiptum síðustu daga. Þó að enn dúsi sömu skrímslin innan veggja eru nú önnur komin utan á safnið. Sá sem hefur laðað þessa vætti á veggina er þó enginn heimamaður, og þó. Þarna er að verki spænski myndlistarmaðurinn Ignacio López Moreno, sem jafnframt er prófessor við Háskólann í Murcia. „Þetta er í raun þakkarvottur minn til Bílddælinga, sem hafa tekið mér og konu minni af þvílíkum hlýhug að ég er farinn að kvíða fyrir brottför,“ segir Moreno. „Ég kom hingað í fyrravetur með rannsóknarstyrk upp á vasann og var þá hjálpað á allra handa máta. Þá dvaldi ég líka á Ísafirði og svo í Reykjavík. Síðan fór ég til Spánar og lauk doktorsritgerð minni en Íslandsdvölin setti mark sitt á hana.“ Það væsti ekki um hann hér á norðurhjara um miðjan vetur. „Nei, í raun var veturinn mun veðursælli en ég átti von á en þó er það hlýhugur Íslendinga sem kom mér mest á óvart. Sem dæmi um þetta get ég sagt að þegar ég kom aftur til Bíldudals nú í júlí var mér tekið eins og hverjum öðrum Bílddælingi sem væri kominn heim úr langri kaupstaðaferð.“ Skrímslaátrúnaður Bílddælinga kemur þó spænska fræðimanninum ekki spánskt fyrir sjónir. „Nei, í raun ekki. Mér sýnist að á Íslandi gegni skrímsli, tröll og aðrir vættir svipuðu hlutverki og dýrlingarnir á Spáni. Öll þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að þau sameina fólkið á ákveðnum svæðum undir ákveðnum formerkjum. Þannig eru skrímsli vissulega til að sama leyti og dýrlingurinn sem heiðraður er á þorpshátíðinni í mínu þorpi.“ Ekki ætlar Moreno að skilja öll skrímslin eftir fyrir vestan því hann ætlar að kynna þessi fyrirbæri fyrir fræðimönnum á sérstakri ráðstefnu í háskólanum Complutense í Madríd í október. „Þessi ráðstefna fjallar um skapandi borgir, Bíldudalur getur seint kallast borg en það skortir hvorki á sköpunargáfuna né sköpunargleðina. Ég vona bara að áheyrendur taki erindi mínu með opnum huga, það er kannski ekki hlaupið að því að tala um skrímsli á akademískum vettvangi eins og hver annar Gunnar væri. Vonandi fá þeir ekki á tilfinninguna að ég hafi gengið af göflunum hér á norðurhjara.“ jse@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira