Landsvirkjun fær leyfi til borana í Gjástykki Kristján Már Unnarsson skrifar 11. janúar 2011 11:48 Frá Þeystareykjum, leyfi hefur nú verið veitt fyrir borunum í Gjástykki. Fréttablaðið/völundur Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda. Gjástykki er eitt af fjórum háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum sem verið hafa til skoðunar vegna orkuöflunar fyrir stóriðju í héraðinu en hin eru Þeistareykir, Krafla og Bjarnarflag. Landsvirkjun hefur lauslega áætlað að Gjástykki geti staðið undir 40 til 60 megavatta virkjun og sótti í fyrrasumar um leyfi til að bora þrjár rannsóknarholur til að fá nánari vitneskju um hve mikla orku svæðið geymi. Umhverfismat með jákvæðri umsögn Skipulagsstofnunar gagnvart fyrirhuguðum borunum var kynnt í febrúar í fyrra. Ennfremur liggur fyrir samþykki landeigenda og viðkomandi sveitarfélaga; Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Norðurþings. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagðist hins vegar gegn því að leyfið yrði veitt og benti á að það væri vilji ríkisstjórnarinnar að friðlýsa Gjástykki. Tvær undirstofnanir ráðherrans, Umhverfisstofnun og Nátturufræðistofnun, lögðust sömuleiðis gegn því að boranir yrðu leyfðar. Þrátt fyrir þessa andstöðu veitti Orkustofnun í gær Landsvirkjun rannsóknarleyfið en tekur fram að í því felist engin fyrirheit um nýtingu á svæðinu. Til þess þurfi sérstakt virkjunarleyfi. Orkustofnun tekur meðal annars undir þau rök Landsvirkjunar að stefna stjórnvalda til friðlýsingar hafi staðið til um margra ára skeið án þess að friðlýsing hafi verið samþykkt. Þá hafi Landsvirkjun í góðri trú efnt til fjárfestinga á svæðinu á grundvelli fyrra rannsóknarleyfis frá árinu 2007 og haft réttmætar væntingar um að það fengist á ný. Ennfremur hafi umhverfisráðuneytið fyrir sex árum ekki gert athugasemdir við þá rannsóknaráætlun, sem fól í sér boranir, og Umhverfisstofnun hafi á þeim tíma heldur ekki talið að fyrirhugaðar rannsóknir væru líklegar til að valda miklum umhverfisáhrifum. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda. Gjástykki er eitt af fjórum háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum sem verið hafa til skoðunar vegna orkuöflunar fyrir stóriðju í héraðinu en hin eru Þeistareykir, Krafla og Bjarnarflag. Landsvirkjun hefur lauslega áætlað að Gjástykki geti staðið undir 40 til 60 megavatta virkjun og sótti í fyrrasumar um leyfi til að bora þrjár rannsóknarholur til að fá nánari vitneskju um hve mikla orku svæðið geymi. Umhverfismat með jákvæðri umsögn Skipulagsstofnunar gagnvart fyrirhuguðum borunum var kynnt í febrúar í fyrra. Ennfremur liggur fyrir samþykki landeigenda og viðkomandi sveitarfélaga; Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Norðurþings. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagðist hins vegar gegn því að leyfið yrði veitt og benti á að það væri vilji ríkisstjórnarinnar að friðlýsa Gjástykki. Tvær undirstofnanir ráðherrans, Umhverfisstofnun og Nátturufræðistofnun, lögðust sömuleiðis gegn því að boranir yrðu leyfðar. Þrátt fyrir þessa andstöðu veitti Orkustofnun í gær Landsvirkjun rannsóknarleyfið en tekur fram að í því felist engin fyrirheit um nýtingu á svæðinu. Til þess þurfi sérstakt virkjunarleyfi. Orkustofnun tekur meðal annars undir þau rök Landsvirkjunar að stefna stjórnvalda til friðlýsingar hafi staðið til um margra ára skeið án þess að friðlýsing hafi verið samþykkt. Þá hafi Landsvirkjun í góðri trú efnt til fjárfestinga á svæðinu á grundvelli fyrra rannsóknarleyfis frá árinu 2007 og haft réttmætar væntingar um að það fengist á ný. Ennfremur hafi umhverfisráðuneytið fyrir sex árum ekki gert athugasemdir við þá rannsóknaráætlun, sem fól í sér boranir, og Umhverfisstofnun hafi á þeim tíma heldur ekki talið að fyrirhugaðar rannsóknir væru líklegar til að valda miklum umhverfisáhrifum.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira