Landsvirkjun bíður með boranir í Gjástykki 11. janúar 2011 18:36 Iðnaðarráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um að friðlýsa Gjástykki. Heimamenn benda á að fyrir liggi staðfest skipulag um að svæðið verði tekið undir orkuvinnslu. Landsvirkjun hugðist hefja boranir þar í sumar, í samræmi við rannsóknarleyfi sem Orkustofnun veitti í gær, en hefur nú ákveðið að halda að sér höndum.Gjástykki er eitt fjögurra háhitasvæða í Þingeyjarsýslum sem Landsvirkjun hefur áformað að virkja og áætlar að það geti staðið undir álíka stórri virkjun og nú er í Kröflu. Svæðisskipulag, sem sveitarfélögin Norðurþing, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur standa saman að, gerir ráð fyrir að Gjástykki verði tekið til orkuvinnslu og var það staðfest af Þórunni Sveinbjarnardóttur, þáverandi umhverfisráðherra, fyrir þremur árum.Í samræmi við þessi áform sótti Landsvirkjun um heimild í fyrrasumar til að bora þrjár rannsóknarholur. Leyfið veitti Orkustofnun í gær, í andstöðu við vilja Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, sem brást hart við í dag og sagði leyfisveitinguna stóralvarlega, enda vildi ríkissstjórnin friðlýsa svæðið.Orkustofnun heyrir undir iðnaðarráðherra, Katrínu Júlíusdóttur. Hún segir engan ágreining í ríkisstjórninni, sem hafi samþykkt að hefja friðlýsingarferli á Gjástykki. Það þýði að búið sé að samþykkja að umhverfisráðuneytið fari í viðræður við viðkomandi sveitarfélög og landeigendur. Ríkisstjórnin standi einhuga að baki þessu ferli.Á Húsavík lýsir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, ánægju með rannsóknarleyfið enda gefi það vonir um að orkupakkinn stækki, verði niðurstöður jákvæðar. Hann bendir á að niðurstaða liggi þegar fyrir um að taka Gjástykki til orkuvinnslu með staðfestu svæðisskipulagi.Samkvæmt leyfisumsókn Landsvirkjunar er gert ráð fyrir að hefja boranir þar þegar í sumar. Það verður hins vegar ekki, að sögn Harðar Arnarsonar forstjóra. Landsvirkjun muni vinna á hinum svæðunum á Norðausturlandi, Bjarnarflagi, Kröflu og Þeistareykjum, en ekki sé gert ráð fyrir að vinna neitt í Gjástykki.„Enda er það yfirlýst stefna okkar að vinna í sátt við stjórnvöld," segir Hörður og vísar til áforma um að friðlýsa svæðið. Á meðan verði ekki lagt út í umtalsverðar fjárfestingar á svæðinu. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um að friðlýsa Gjástykki. Heimamenn benda á að fyrir liggi staðfest skipulag um að svæðið verði tekið undir orkuvinnslu. Landsvirkjun hugðist hefja boranir þar í sumar, í samræmi við rannsóknarleyfi sem Orkustofnun veitti í gær, en hefur nú ákveðið að halda að sér höndum.Gjástykki er eitt fjögurra háhitasvæða í Þingeyjarsýslum sem Landsvirkjun hefur áformað að virkja og áætlar að það geti staðið undir álíka stórri virkjun og nú er í Kröflu. Svæðisskipulag, sem sveitarfélögin Norðurþing, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur standa saman að, gerir ráð fyrir að Gjástykki verði tekið til orkuvinnslu og var það staðfest af Þórunni Sveinbjarnardóttur, þáverandi umhverfisráðherra, fyrir þremur árum.Í samræmi við þessi áform sótti Landsvirkjun um heimild í fyrrasumar til að bora þrjár rannsóknarholur. Leyfið veitti Orkustofnun í gær, í andstöðu við vilja Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, sem brást hart við í dag og sagði leyfisveitinguna stóralvarlega, enda vildi ríkissstjórnin friðlýsa svæðið.Orkustofnun heyrir undir iðnaðarráðherra, Katrínu Júlíusdóttur. Hún segir engan ágreining í ríkisstjórninni, sem hafi samþykkt að hefja friðlýsingarferli á Gjástykki. Það þýði að búið sé að samþykkja að umhverfisráðuneytið fari í viðræður við viðkomandi sveitarfélög og landeigendur. Ríkisstjórnin standi einhuga að baki þessu ferli.Á Húsavík lýsir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, ánægju með rannsóknarleyfið enda gefi það vonir um að orkupakkinn stækki, verði niðurstöður jákvæðar. Hann bendir á að niðurstaða liggi þegar fyrir um að taka Gjástykki til orkuvinnslu með staðfestu svæðisskipulagi.Samkvæmt leyfisumsókn Landsvirkjunar er gert ráð fyrir að hefja boranir þar þegar í sumar. Það verður hins vegar ekki, að sögn Harðar Arnarsonar forstjóra. Landsvirkjun muni vinna á hinum svæðunum á Norðausturlandi, Bjarnarflagi, Kröflu og Þeistareykjum, en ekki sé gert ráð fyrir að vinna neitt í Gjástykki.„Enda er það yfirlýst stefna okkar að vinna í sátt við stjórnvöld," segir Hörður og vísar til áforma um að friðlýsa svæðið. Á meðan verði ekki lagt út í umtalsverðar fjárfestingar á svæðinu.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira