Innlent

Maðurinn sem teiknaði Jobs á himnum

Hér sést Gísli með Apple-tölvu safn sitt.
Hér sést Gísli með Apple-tölvu safn sitt.
Gísli Guðjónsson er maðurinn sem teiknaði skopmyndina af Steve Jobs við hlið himnaríkis. Hann segist mikill aðdáandi Jobs og alltaf verið Mac-maður. Þegar hann frétti af dauða Jobs fannst honum réttast að heiðra hann með skopmynd.

„Mér hefði aldrei dottið í hug að svona mikið af fólki myndi sjá teikninguna. En Steve Jobs er náttúrlega frægur um allan heim og því hefur myndin vakið gríðarlega athygli," segir Gísli.

Hann hefur búið í Bandaríkjunum frá árinu 1988. Í gegnum tíðina hefur hann teiknað fyrir ýmis blöð, jafnt íslensk sem erlend. Þeirra á meðal má nefna Boston Herald, Morgunblaðið og Suðurnesjatíðindin.

Hann segist lítið hafa teiknað undanfarið vegna verkefnaleysis. Fyrir ári síðan stofnaði hann facebook-síðu utan yfir skopmyndir sínar, í von um að einn daginn myndi einhver sjá teikningar hans og vilja ráða til vinnu. Svo virðist sem rækilega hafi ræst úr því á síðustu dögum.

Gísli stefnir nú að því að búa til stórt plakat með teikningunni sinni og nöfnum þeirra 100.000 manna sem líkar myndin á facebook til að senda til Apple-höfuðstöðvanna til að votta samúð sína og virðingu.


Tengdar fréttir

Mynd Íslendings slær í gegn

Gísli Guðjónsson býr í Boston í Bandaríkjunum. Þegar hann frétti af dauða Steve Jobs datt honum í hug skopmynd í minningu forstjórans. Myndin fer nú sem eldur í sinu um internetið og hefur vakið mikla lukku. Á samskiptamiðlinum facebook nálgast myndin nú 100.000 likes. Einnig hafa erlendir fréttamiðlar fjallað um myndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×